Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. nóvember 2021 10:00
Brynjar Ingi Erluson
„Tveir fylgjendur í viðbót eða peningar lækna mig ekki"
Zlatan Ibrahimovic
Zlatan Ibrahimovic
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Zlatan Ibrahimovic ræddi allt milli himins og jarðar í viðtali við Guardian í gær en hann talaði um tilfinninguna að þjást og hvernig adrenalínið heldur honum gangandi.

Sænski framherjinn er fertugur og það er varla að sjá á spilamennsku hans.

Hann er enn að spila á hæsta stigi með Milan og skoraði meðal annars tvö mörk og átti þátt í þriðja marki liðsins í 4-3 tapinu gegn Fiorentina um helgina.

Líkaminn er þó farinn að segja til sín en honum er sama. Adrenalínið lagar öll vandamál.

„Ég vaknaði með sársauka út um allan líkama en svo lengi sem ég er með verkefni og með adrenalín þá held ég áfram. Ég veit að það er eitthvað gott á leiðinni. Ég þarf að halda áfram að vinna til að vera á toppnum," sagði Zlatan.

„Ég mun halda þessu áfram eins lengi og ég get. Ég vil ekki vera með eftirsjá og hætta og hugsa svo nokkrum árum seinna, sitjandi hér og segja þér að ég hefði getað haldið áfram því mér leið vel. Það er betra að ég sé alveg búinn á því og segjast ekki geta gert þetta lengur. Ég get enn gert þetta og er að gera þetta."

„Þetta snýst ekki um samninga eða að vera frægur. Ég þarf það ekki. Það eina sem heldur mér gangandi er adrenalínið því ég vakna með sársauka á hverjum morgni. Það læknar mig ekki að fá tvo fylgjendur í viðbót eða meiri pening. Athyglin gerir það ekki heldur en adrenalínið gerir það."

„Ég hef ekkert á móti því að þjást. Það er morgunmatur fyrir mér en það er margt fólk sem skilur ekki hvað það er að þjást því að nýja kynslóðin með alla þessa samfélagsmiðla þurfa ekki að gera mikið til að fá eitthvað kredit. Kynslóðin þar á undan þurfti að gera mikið fyrir lítið og ég er stoltur að vera af gömlu kynslóðinni."


Hugarfar mitt segir annað

Milan er með yngsta liðið í efstu fimm deildunum í Evrópu og vill Zlatan sýna ungu leikmönnunum fordæmi.

„Ég er mjög stoltur því ég sé þessa ungu leikmenn taka meiri ábyrgð og hugarfarið breytast. Það er hamingjan mín og mitt adrenalín. Ég fer út á völlinn og hleyp jafn mikið og þeir."

„Ég er búinn að gera þetta í 20 ár. Fólk segir við mig að ég þurfi að hætta en hugarfar mitt segir annað. Ég geri þetta því þegar ungu leikmennirnir sjá mig vinna þá hugsa þeir: „Eftir öll þessi ár og hann er enn að, nú verð ég að gera þetta því hann hefur gert allt". Ég reyni að sýna þeim fordæmi,"
sagði hann ennfremur.

Zlatan hefur þegar samþykkt að framlengja samning sinn út næsta tímabil en hann yrði þá á 42. ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner