Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   fös 24. janúar 2020 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Di Marzio: Inter og Tottenham komust að samkomulagi
Fréttamaðurinn virti Gianluca Di Marzio heldur því fram að Inter og Tottenham hafi komist að samkomulagi um félagaskipti Christian Eriksen.

Samningur danska landsliðsmannsins rennur út næsta sumar og hafnaði Tottenham upphaflegu boði Inter sem nam 10 milljónum evra.

Daniel Levy, eigandi Tottenham, vildi 20 milljónir og því ákváðu stjórnarmenn Inter að hækka boðið upp í 15 milljónir.

Di Marzio greinir ekki frá því hvernig samkomulagið náðist. Eriksen ætti að vera kynntur síðar í kvöld eða um helgina.

Antonio Conte hefur miklar mætur á Eriksen og mun nota hann á öflugri miðju í 3-5-2 leikkerfi.
Athugasemdir
banner
banner