Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
   sun 24. janúar 2021 16:34
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: 46 marktilraunir er Bayern lagði Schalke
Schalke 0 - 4 FC Bayern
0-1 Thomas Müller ('33)
0-2 Robert Lewandowski ('54)
0-3 Thomas Müller ('88)
0-4 David Alaba ('90)

Schalke 04 stóð undir nafni er liðið tók á móti Þýskalandsmeisturum FC Bayern í dag og tapaði 0-4.

Heimamenn áttu ekki roð í meistarana í gríðarlega fjörugum og opnum leik þar sem bæði lið einblíndu á sóknarleikinn. Í heildina áttu liðin 46 marktilraunir í leiknum, 18 þeirra hæfðu rammann.

Schalke náði að skapa sér mikið af flottum færum en gestirnir frá Bayern voru gjörsamlega vaðandi í dauðafærum og hefðu getað skorað nokkur mörk í viðbót.

Joshua Kimmich lagði fyrstu þrjú mörk leiksins upp, tvö fyrir Thomas Müller og eitt fyrir Robert Lewandowski. David Alaba, sem virðist vera á förum frá Bayern, gerði fjórða markið undir lokin.

Bayern er með sjö stiga forystu á toppi þýsku deildarinnar. Þar trónir liðið með 42 stig eftir 18 umferðir.

Schalke er á botninum með sjö stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 3 3 0 0 14 2 +12 9
2 Dortmund 3 2 1 0 8 3 +5 7
3 Köln 3 2 1 0 8 4 +4 7
4 Eintracht Frankfurt 3 2 0 1 8 5 +3 6
5 Hoffenheim 3 2 0 1 7 6 +1 6
6 RB Leipzig 3 2 0 1 3 6 -3 6
7 Wolfsburg 3 1 2 0 7 5 +2 5
8 St. Pauli 2 1 1 0 5 3 +2 4
9 Leverkusen 3 1 1 1 7 6 +1 4
10 Augsburg 2 1 0 1 5 4 +1 3
11 Stuttgart 3 1 0 2 3 5 -2 3
12 Freiburg 3 1 0 2 5 8 -3 3
13 Union Berlin 3 1 0 2 4 8 -4 3
14 Gladbach 2 0 1 1 0 1 -1 1
15 Mainz 3 0 1 2 1 3 -2 1
16 Werder 2 0 1 1 4 7 -3 1
17 Hamburger 3 0 1 2 0 7 -7 1
18 Heidenheim 3 0 0 3 1 7 -6 0
Athugasemdir
banner