Julian Nagelsmann hefur gert nýjan samning við þýska fótboltasambandið og er núna samningsbundinn sem landsliðsþjálfari til ársins 2028.
Fyrri samningur hans átti að renna út eftir HM 2026 en hann er núna samningsbundinn í tvö ár til viðbótar.
Fyrri samningur hans átti að renna út eftir HM 2026 en hann er núna samningsbundinn í tvö ár til viðbótar.
„Við öll saman - stuðningsmennirnir, liðið og starfsfólkið - höfum búið til eitthvað sem við viljum þróa áfram. Við viljum vinna titla saman," segir Nagelsmann.
Nagelsmann er 37 ára en hefur þrátt fyrir ungan aldur mikla reynslu úr þjálfun. Hann stýrði Hoffenheim frá 2016 til 2019, Leipzig frá 2019 til 2021 og svo Bayern München frá 2021 til 2023.
Þýskaland komst í átta-liða úrslitin á síðasta Evrópumóti en tapaði þar gegn verðandi meisturum Spánar í framlengdum leik.
Athugasemdir