Martin Dúbravka hefur varið mark Newcastle síðan snemma í desember, vegna þess að Nick Pope hefur verið meiddur á hné.
Eddie Howe, stjóri Newcastle, segir að Pope gæti snúið aftur í leikmannahóp liðsins á morgun, þegar leikið verður gegn Southampton.
Pope er byrjaður að æfa með liðinu á ný og Howe segir hann hafa sýnt flott tilþrif á æfingum í vikunni.
Eddie Howe, stjóri Newcastle, segir að Pope gæti snúið aftur í leikmannahóp liðsins á morgun, þegar leikið verður gegn Southampton.
Pope er byrjaður að æfa með liðinu á ný og Howe segir hann hafa sýnt flott tilþrif á æfingum í vikunni.
Leikurinn á morgun kemur of snemma fyrir sóknarmanninn Callum Wilson en vonast er til að hann snúi aftur í byrjun febrúar.
Newcastle er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir