Dominik Szoboszlai, leikmaður Liverpool og ungverska landsliðsins, skaut á Arda Guler, leikmann Real Madrid, eftir leik Ungverja og Tyrkja í Þjóðadeildinni í gær.
Tyrkland vann leikinn 3-0 og einvígið samanlagt 6-1, en Guler fagnaði marki í leiknum með því að sussa á Szoboszlai.
Tyrkland vann leikinn 3-0 og einvígið samanlagt 6-1, en Guler fagnaði marki í leiknum með því að sussa á Szoboszlai.
Szoboszlai sá mynd af þessu atviki á samfélagsmiðlinum Instagram og ákvað þar að skjóta á Guler.
Hann skrifaði einfaldlega: „1088."
Það er mínútufjöldinn sem Guler hefur spilað á þessu tímabili með Real Madrid þar sem hann hefur verið í algjöru aukahlutverki. Á sama tíma spilar Szoboszlai stórt hlutverk fyrir Liverpool, topplið ensku úrvalsdeildarinnar.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guler og Szoboszlai lendir saman en þeir rifust í vináttulandsleik í fyrra.
Liverpool’s Dominik Szoboszlai mocking Arda Güler’s minutes this season on IG. ??????? pic.twitter.com/OyQmL2eUNC
— Madrid Zone (@theMadridZone) March 24, 2025
Athugasemdir