Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   mið 24. apríl 2019 20:00
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Þeir vilja ekki lána hann
Arnar spjallar við Sölva Ottesen.
Arnar spjallar við Sölva Ottesen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Reykjavík leikur opnunarleik Pepsi Max-deildarinnar á föstudagskvöld þegar liðið heimsækir Íslandsmeistara Vals.

„Við höfum lagt hart að okkur í vetur og mér lýst vel á þetta. Það gerist ekki betra en að fá útileik gegn Íslandsmeisturunum í fyrstu umferð. Þá er tækifæri fyrir leikmenn að sýna hversu góðir við erum," segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.

Víkingar bættu við sig leikmanni í gær en hinn ungi Ágúst Hlynsson er mættur til félagsins.

„Ég hef fylgst með honum frá því að hann var pjakkur. Gríðarlega efnilegur strákur sem fór snemma út og hefur lært mikið. Nú þarf hann að fá að spila og ég er stoltur af því að hann treysti okkur fyrir framþróun sinni."

Víkingar höfðu einnig áhuga á að fá annan 19 ára leikmann; Guðmund Andra Tryggvason, fyrrum sóknarmann KR.

„Start vill ekki lána hann. Það er svekkjandi fyrir okkur en gott fyrir hann að félagið sýni honum þetta traust. Svo kemur þetta í ljós í sumar. Þetta er erfiður heimur þarna úti. Start ætlar vonandi að nota hann í framtíðinni," segir Arnar. Hann vonast til að fá inn 1-2 leikmenn til viðbótar inn í hópinn.

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar segir Arnar meðal annars frá því að miðjumaðurinn Mohamed Didé Fofana, sem kom á láni frá Sogndal, sé ekki kominn með leikheimild og verður ekki með á föstudag.

Pepsi Max-deildin:

föstudagur 26. apríl
20:00 Valur-Víkingur R. (Origo völlurinn)

laugardagur 27. apríl
14:00 Grindavík-Breiðablik (Grindavíkurvöllur)
14:00 ÍBV-Fylkir (Hásteinsvöllur)
16:00 FH-HK (Kaplakrikavöllur)
16:00 ÍA-KA (Norðurálsvöllurinn)
20:00 Stjarnan-KR (Samsung völlurinn)

Smelltu hér til að hlusta á upphitunarþátt deildarinnar

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir