Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
   mið 24. apríl 2019 20:00
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Þeir vilja ekki lána hann
Arnar spjallar við Sölva Ottesen.
Arnar spjallar við Sölva Ottesen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Reykjavík leikur opnunarleik Pepsi Max-deildarinnar á föstudagskvöld þegar liðið heimsækir Íslandsmeistara Vals.

„Við höfum lagt hart að okkur í vetur og mér lýst vel á þetta. Það gerist ekki betra en að fá útileik gegn Íslandsmeisturunum í fyrstu umferð. Þá er tækifæri fyrir leikmenn að sýna hversu góðir við erum," segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.

Víkingar bættu við sig leikmanni í gær en hinn ungi Ágúst Hlynsson er mættur til félagsins.

„Ég hef fylgst með honum frá því að hann var pjakkur. Gríðarlega efnilegur strákur sem fór snemma út og hefur lært mikið. Nú þarf hann að fá að spila og ég er stoltur af því að hann treysti okkur fyrir framþróun sinni."

Víkingar höfðu einnig áhuga á að fá annan 19 ára leikmann; Guðmund Andra Tryggvason, fyrrum sóknarmann KR.

„Start vill ekki lána hann. Það er svekkjandi fyrir okkur en gott fyrir hann að félagið sýni honum þetta traust. Svo kemur þetta í ljós í sumar. Þetta er erfiður heimur þarna úti. Start ætlar vonandi að nota hann í framtíðinni," segir Arnar. Hann vonast til að fá inn 1-2 leikmenn til viðbótar inn í hópinn.

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar segir Arnar meðal annars frá því að miðjumaðurinn Mohamed Didé Fofana, sem kom á láni frá Sogndal, sé ekki kominn með leikheimild og verður ekki með á föstudag.

Pepsi Max-deildin:

föstudagur 26. apríl
20:00 Valur-Víkingur R. (Origo völlurinn)

laugardagur 27. apríl
14:00 Grindavík-Breiðablik (Grindavíkurvöllur)
14:00 ÍBV-Fylkir (Hásteinsvöllur)
16:00 FH-HK (Kaplakrikavöllur)
16:00 ÍA-KA (Norðurálsvöllurinn)
20:00 Stjarnan-KR (Samsung völlurinn)

Smelltu hér til að hlusta á upphitunarþátt deildarinnar

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner