Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 24. apríl 2019 20:00
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Þeir vilja ekki lána hann
Arnar spjallar við Sölva Ottesen.
Arnar spjallar við Sölva Ottesen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Reykjavík leikur opnunarleik Pepsi Max-deildarinnar á föstudagskvöld þegar liðið heimsækir Íslandsmeistara Vals.

„Við höfum lagt hart að okkur í vetur og mér lýst vel á þetta. Það gerist ekki betra en að fá útileik gegn Íslandsmeisturunum í fyrstu umferð. Þá er tækifæri fyrir leikmenn að sýna hversu góðir við erum," segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.

Víkingar bættu við sig leikmanni í gær en hinn ungi Ágúst Hlynsson er mættur til félagsins.

„Ég hef fylgst með honum frá því að hann var pjakkur. Gríðarlega efnilegur strákur sem fór snemma út og hefur lært mikið. Nú þarf hann að fá að spila og ég er stoltur af því að hann treysti okkur fyrir framþróun sinni."

Víkingar höfðu einnig áhuga á að fá annan 19 ára leikmann; Guðmund Andra Tryggvason, fyrrum sóknarmann KR.

„Start vill ekki lána hann. Það er svekkjandi fyrir okkur en gott fyrir hann að félagið sýni honum þetta traust. Svo kemur þetta í ljós í sumar. Þetta er erfiður heimur þarna úti. Start ætlar vonandi að nota hann í framtíðinni," segir Arnar. Hann vonast til að fá inn 1-2 leikmenn til viðbótar inn í hópinn.

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar segir Arnar meðal annars frá því að miðjumaðurinn Mohamed Didé Fofana, sem kom á láni frá Sogndal, sé ekki kominn með leikheimild og verður ekki með á föstudag.

Pepsi Max-deildin:

föstudagur 26. apríl
20:00 Valur-Víkingur R. (Origo völlurinn)

laugardagur 27. apríl
14:00 Grindavík-Breiðablik (Grindavíkurvöllur)
14:00 ÍBV-Fylkir (Hásteinsvöllur)
16:00 FH-HK (Kaplakrikavöllur)
16:00 ÍA-KA (Norðurálsvöllurinn)
20:00 Stjarnan-KR (Samsung völlurinn)

Smelltu hér til að hlusta á upphitunarþátt deildarinnar

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner