Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   mið 24. apríl 2019 20:00
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Þeir vilja ekki lána hann
Arnar spjallar við Sölva Ottesen.
Arnar spjallar við Sölva Ottesen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Reykjavík leikur opnunarleik Pepsi Max-deildarinnar á föstudagskvöld þegar liðið heimsækir Íslandsmeistara Vals.

„Við höfum lagt hart að okkur í vetur og mér lýst vel á þetta. Það gerist ekki betra en að fá útileik gegn Íslandsmeisturunum í fyrstu umferð. Þá er tækifæri fyrir leikmenn að sýna hversu góðir við erum," segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.

Víkingar bættu við sig leikmanni í gær en hinn ungi Ágúst Hlynsson er mættur til félagsins.

„Ég hef fylgst með honum frá því að hann var pjakkur. Gríðarlega efnilegur strákur sem fór snemma út og hefur lært mikið. Nú þarf hann að fá að spila og ég er stoltur af því að hann treysti okkur fyrir framþróun sinni."

Víkingar höfðu einnig áhuga á að fá annan 19 ára leikmann; Guðmund Andra Tryggvason, fyrrum sóknarmann KR.

„Start vill ekki lána hann. Það er svekkjandi fyrir okkur en gott fyrir hann að félagið sýni honum þetta traust. Svo kemur þetta í ljós í sumar. Þetta er erfiður heimur þarna úti. Start ætlar vonandi að nota hann í framtíðinni," segir Arnar. Hann vonast til að fá inn 1-2 leikmenn til viðbótar inn í hópinn.

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar segir Arnar meðal annars frá því að miðjumaðurinn Mohamed Didé Fofana, sem kom á láni frá Sogndal, sé ekki kominn með leikheimild og verður ekki með á föstudag.

Pepsi Max-deildin:

föstudagur 26. apríl
20:00 Valur-Víkingur R. (Origo völlurinn)

laugardagur 27. apríl
14:00 Grindavík-Breiðablik (Grindavíkurvöllur)
14:00 ÍBV-Fylkir (Hásteinsvöllur)
16:00 FH-HK (Kaplakrikavöllur)
16:00 ÍA-KA (Norðurálsvöllurinn)
20:00 Stjarnan-KR (Samsung völlurinn)

Smelltu hér til að hlusta á upphitunarþátt deildarinnar

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner