Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mið 24. apríl 2019 20:00
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Þeir vilja ekki lána hann
Arnar spjallar við Sölva Ottesen.
Arnar spjallar við Sölva Ottesen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Reykjavík leikur opnunarleik Pepsi Max-deildarinnar á föstudagskvöld þegar liðið heimsækir Íslandsmeistara Vals.

„Við höfum lagt hart að okkur í vetur og mér lýst vel á þetta. Það gerist ekki betra en að fá útileik gegn Íslandsmeisturunum í fyrstu umferð. Þá er tækifæri fyrir leikmenn að sýna hversu góðir við erum," segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.

Víkingar bættu við sig leikmanni í gær en hinn ungi Ágúst Hlynsson er mættur til félagsins.

„Ég hef fylgst með honum frá því að hann var pjakkur. Gríðarlega efnilegur strákur sem fór snemma út og hefur lært mikið. Nú þarf hann að fá að spila og ég er stoltur af því að hann treysti okkur fyrir framþróun sinni."

Víkingar höfðu einnig áhuga á að fá annan 19 ára leikmann; Guðmund Andra Tryggvason, fyrrum sóknarmann KR.

„Start vill ekki lána hann. Það er svekkjandi fyrir okkur en gott fyrir hann að félagið sýni honum þetta traust. Svo kemur þetta í ljós í sumar. Þetta er erfiður heimur þarna úti. Start ætlar vonandi að nota hann í framtíðinni," segir Arnar. Hann vonast til að fá inn 1-2 leikmenn til viðbótar inn í hópinn.

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar segir Arnar meðal annars frá því að miðjumaðurinn Mohamed Didé Fofana, sem kom á láni frá Sogndal, sé ekki kominn með leikheimild og verður ekki með á föstudag.

Pepsi Max-deildin:

föstudagur 26. apríl
20:00 Valur-Víkingur R. (Origo völlurinn)

laugardagur 27. apríl
14:00 Grindavík-Breiðablik (Grindavíkurvöllur)
14:00 ÍBV-Fylkir (Hásteinsvöllur)
16:00 FH-HK (Kaplakrikavöllur)
16:00 ÍA-KA (Norðurálsvöllurinn)
20:00 Stjarnan-KR (Samsung völlurinn)

Smelltu hér til að hlusta á upphitunarþátt deildarinnar

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner