Aston Villa íhugar að fá De Bruyne - Stórliðin á eftir argentínsku ungstirni - Verður Farke rekinn?
   fim 24. apríl 2025 21:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Íshólm má fara frá Fram
Óli Íshólm.
Óli Íshólm.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Freyr kom frá Leikni í vetur.
Viktor Freyr kom frá Leikni í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli í dag að markmaðurinn Ólafur Íshólm Ólafsson var ekki í leikmannahópi Fram þegar liðið mætti ÍBV í Bestu deildinni.

Í hans stað var Viktor Freyr Sigurðsson í markinu en Viktor hafði átt mjög góðan leik gegn FH í bikarnum í síðustu viku.

Lestu um leikinn: ÍBV 3 -  1 Fram

Fótbolti.net ræddi við Sigurð Hrannar Björnsson, formann meistaraflokksráðs Fram, og hann segir að ákvörðun hefði verið tekin og Ólafur mætti fara frá félaginu.

„Óli var ekki sammála ákvörðun þjálfarans og hefur í kjölfarið óskað eftir því að yfirgefa félagið. Við höfum orðið við þeirri beiðni og leitum nú lausna á því máli."

„Óli hefur verið frábær fyrir Fram innan sem utan vallar og munum við klárlega sjá á eftir honum. Aftur á móti eigum við gríðarlega efnilegan markvörð í Viktori sem við hlökkum til að sjá vaxa enn frekar,"
segir Diddi.

Ólafur er 29 ára og uppalinn hjá Fylki. Hann hefur verið hjá Fram síðan 2019 en þar á undan var hann eitt sumar hjá Breiðabliki.

Alls á hann að baki 245 KSÍ leiki og lék á sínum tíma tvo leiki fyrir U16 landsliðið. Hann var fyrirliði Fram á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner