Leiknir vann í kvöld 2-3 útisigur á Gróttu. Leiknir komst í 0-2 strax í byrjun leiks og svo í 0-3 á upphafsmínútu seinni hálfleiks.
Grótta vaknaði við það og spilaði vel í seinni hálfleik og var nálægt því að jafna leikinn undir lokinn.
Lestu meira um Grótta 2-3 Leiknir R. hér.
Grótta vaknaði við það og spilaði vel í seinni hálfleik og var nálægt því að jafna leikinn undir lokinn.
Lestu meira um Grótta 2-3 Leiknir R. hér.
Eyjólfur Tómasson, markvörður Leiknis, var í viðtali eftir leik.
„Mjög gott að ná að klára leikinn," sagði Eyjó eftir leikinn í kvöld.
„Helvíti tæpt en sterkt að klára. Við ætluðum að byrja af krafti og það gekk vel".
Eyjó varði frábærlega undir lok leiks og var spurður út í hvort boltinn hefði verið inni eða ekki.
„Það var verið að segja mér rétt áðan að á mynbandsupptöku er boltinn ekki inni."
„Við hefðum vilja meira úr fyrstu leikjunum en liðið hefur litið vel út."
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir