Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mið 24. maí 2023 19:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Grétars: Fannst það mjög ósanngjörn úrslit
Valur er í 2. sæti, fimm stigum á eftir Víkingi og einu stigi á undan Breiðabliki.
Valur er í 2. sæti, fimm stigum á eftir Víkingi og einu stigi á undan Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hlakka allir til að spila, þetta eru skemmtilegustu leikirnir, mikið undir og það er vitað að þetta verða alvöru fótboltaleikir. Bæði lið sem vilja sækja og spila fótbolta.
Það hlakka allir til að spila, þetta eru skemmtilegustu leikirnir, mikið undir og það er vitað að þetta verða alvöru fótboltaleikir. Bæði lið sem vilja sækja og spila fótbolta.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Styttist í að Patrick snúi til baka.
Styttist í að Patrick snúi til baka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr fyrri leiknum sem fram fór á Origo.
Úr fyrri leiknum sem fram fór á Origo.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Andri klár í slaginn?
Guðmundur Andri klár í slaginn?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur heimsækir Breiðablik í Bestu deildinni á morgun. Leikurinn er liður í 13. umferð en er flýtt um rúmlega mánuð vegna þátttöku Breiðabliks í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Liðin eru að mætast í annað sinn í sumar því þau mættust einnig í 2. umferð deildarinnar þar sem Breiðablik vann 0-2 útisigur. Fótbolti.net ræddi við Arnar Grétarsson, þjálfara Vals, í dag og spurði hann út í leikinn á morgun.

Sem betur fer ekki spáð brjáluðu veðri - Ræðst á dagsforminu
„Við þurfum að eiga toppleik til að vinna Blikana. Í síðasta leik sem við spiluðum við þá var 50-50 leikur og mér fannst mjög ósanngjarnt að við hefðum farið með ekkert út úr þeim leik. En það er ekkert alltaf spurt um það, þú færð færi og þú þarft að nýta þau, ef þú nýtir ekki færin sem þú færð er þér stundum refsað. Ef við spilum toppleik þá tel ég okkur eiga mjög góða möguleika á að sækja þrjú stig. Þetta eru bara 50-50 leikir, spurning um dagsformið á liðunum," sagði Arnar.

Sástu í fyrri leiknum eitthvað í leik Breiðabliks sem þú vilt stoppa betur?

„Það er aðeins búið að breytast síðan þá, þetta var leikur númer tvö í deildinni og þar voru menn smá ryðgaðir. Það var líka veður eins og er í dag þegar við spiluðum þann leik, það spilar alveg inn í leikinn, það var töluverður vindur þá, sem betur fer er allavega spáin þannig að það er ekki spáð brjáluðu veðri. Bæði lið vilja spila fótbolta. Ég held að þetta muni ráðast á dagsforminu á mönnum og að menn nýti þau færi sem bjóðast á morgun."

„Við spiluðum á móti Keflavík um daginn og fengum fjögur algjör dauðafæri. Ef við nýtum þau ekki þá náttúrulega lendirðu í veseni. Þetta verður skemmtilegur leikur, vel tekist á og menn vel tjúnaðir fyrir þetta í báðum liðum - ég á ekki von á öðru."


Öflugri bekkur á morgun - Kemur í ljós klukkutíma fyrir leik
Hvernig er staðan á hópnum? Eru allir klárir fyrir utan Patrick Pedersen?

„Menn eru að skríða saman sem er jákvætt. Það er alltaf að verða meiri þéttleiki með hópinn, við verðum ekki eins þunnskipaðir og gegn Keflavík. Þar vorum við með ansi marga unga stráka á bekknum, það breytist og við fáum menn inn. Það er jákvætt og veitir ekki af í svona. Það getur líka skipt máli að vera með alvöru leikmenn sem geta komið inn á. Við vorum með svolítið varnarsinnaða leikmenn og svo unga stráka síðast. Núna ættum við að geta verið með breiðari hóp á öllum vígstöðvum."

Aron Jóhannssonn snýr til baka eftir leikbann á morgun. Arnar vildi ekkert gefa upp þegar hann var spurður beint út í Birki Heimisson og Guðmund Andra Tryggvason sem voru ekki með í síðasta leik.

„Það kemur bara í ljós á morgun, ég er ekki að fara gefa það upp núna hverjir eru klárir og hverjir ekki. Ég hef ekki vanið mig á það og ég er ekki að fara breyta því. Það kemur bara í ljós klukkutíma fyrir leik á morgun hverjir eru klárir og hverjir ekki."

En hvenær býstu við að Patrick geti komið inn í hópinn?

„Maður vonar sem fyrst, hann er hægt og rólega að taka sín fyrstu skref á vellinum sem er jákvætt. Við getum sagt að það styttist."

Í fótbolta eru menn dæmdir af úrslitum en ekki frammistöðu
Síðustu tveir leikir fóru ekki eins og Valsarar vildu. Liðið tapaði gegn Grindavík í Mjólkurbikarnum og gerði svo markalaust jafntefli við Keflavík á sunnudag. Voru það mikil vonbrigði?

„Það eru alltaf vonbrigði fyrir lið sem gera alvöru hluti (að ná ekki sigri). Við gerðum ákveðnar breytingar á móti Grindavík. Það er alltaf þannig, þó að þú fáir ekki lakari leikmenn inn, að menn eru ekki búnir að spila saman og það riðlar svolítið. Þar vorum við ekki nógu góðir, það er bara staðreynd, þó að við höfum verið með boltann allan tímann. Við gerðum bara klaufamistök og það kostaði okkur bikarinn sem er blóðugt."

„Mér fannst við svo spila þokkalega góðan leik á móti Keflavík, sköpuðum færi á móti Keflvíkingum sem voru dýrvitlausir og vörðust vel. Við sköpuðum okkur alveg nægilega mikið af færum í þeim leik til að skora nokkur mörk. Við eðlilegar aðstæður, ef við hefðum verið í standi, hefðum við skorað 3-4 mörk. En boltinn vildi ekki inn og svo áttum við að fá klára vítaspyrnu þegar það var lítið eftir. Stundum er þetta svona, ef við hefðum unnið leikinn 1-0 þá hefðu allir talað um að leikurinn hefði verið frábær, en þar sem við gerðum jafntefli þá er það hræðilegt. Frammistaðan var nokkuð góð, bara náðum ekki að skora. Í fótbolta eru menn dæmdir af úrslitum en ekki frammistöðu."


Skemmtilegustu leikirnir
„Núna fáum við Blikana og það er bara eins og hver annar leikur. Við erum eiginlega á sama stað í töflunni og við viljum helst vera fjórum stigum á undan þeim eftir leikinn á morgun, frekar en tveimur stigum á eftir eða einu stigi á undan. Það hlakka allir til að spila, þetta eru skemmtilegustu leikirnir, mikið undir og það er vitað að þetta verða alvöru fótboltaleikir. Bæði lið sem vilja sækja og spila fótbolta. Það er bara tilhlökkun."

Hefði viljað mæta Blikum seinna - Heldur með íslensku liðunum í Evrópu
Eins og kom fram í byrjun er verið að færa leikinn út af þátttöku Breiðabliks í Evrópukeppni. Annar leikur fer fram á morgun en þá mætast KA og Víkingur fyrir norðan. Þau lið taka þátt í forkeppni Sambandsdeildarinnar í júlí. Horfir Arnar á það sem jákvæðan hlut að það sé verið að færa leiki Evrópuliðanna svo það sé smá andrými í kringum Evrópuleikina?

„Auðvitað kemur meira álag á okkur núna, en ekkert við því að gera, þetta er bara gert svona. Auðvitað hefði verið betra fyrir okkur að lenda ekki í þessu og spila við þá á einhverjum tíma þegar þeir eru í miklu prógrami seinna. En þetta er bara svona og ekkert við því að gera."

„Þarna er verið að reyna gera þetta þannig að liðin geti komið sínum leikjum fyrir og maður skilur það bara. Það er bara eðlilegt. Það verður þétt prógram hjá Breiðabliki, Víkingi og KA þegar komið er inn í sumarið og vonandi komast þessi lið sem lengst í Evrópukeppninni því það er bara jákvætt fyrir Ísland og maður heldur með þessum liðum þegar þau eru í Evrópukeppni. Þau safna stigum þar og það er bara jákvætt fyrir hin liðin,"
sagði Arnar.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 19:15. Hér að neðan má sjá skýrsluna sem Besta deildin á Twitter birti eftir fyrri leik liðanna í sumar.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner