Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 24. maí 2023 15:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd að missa varnarmann til Barcelona
Ona Batlle.
Ona Batlle.
Mynd: EPA
Manchester United er að missa varnarmanninn Ona Batlle til Barcelona í sumar.

Batlle gekk í raðir Man Utd frá Levante fyrir þremur árum síðan og hún hefur leikið 74 leiki fyrir United.

Hún hefur leikið afar vel með Man Utd á þessari leiktíð og hjálpað liðinu að berjast um enska meistaratitilinn. Batlle er einn af þeim leikmönnum sem kemur til greina í leikmann ársins á Englandi.

Batlle er sóknarsinnaður hægri bakvörður en það þykir líklegt að hún yfirgefi Man Utd í sumar. Samkvæmt Sport á Spáni þá er hún búin að gera samkomulag við Barcelona um að leika þar í sumar. Börsungar eru með besta liðið á Spáni og mögulega besta lið Evrópu en liðið tekur þátt í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í næsta mánuði.

Batlle, sem er 23 ára gömul og á 28 A-landsleiki fyrir Spán, er möguleiki eini lykilmaðurinn sem fer frá United í sumar. Enska landsliðskonan Alessia Russo er að renna út á samningi í næsta mánuði og hefur hún verið sterklega orðuð við Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner