Guðrún Jóna Kristjánsdóttir og Katrín Ómarsdóttir eru hættar þjálfun meistaraflokks kvenna hjá Haukum en þetta kemur fram í tilkynningu félagsins í kvöld.
Jóna tók við Haukum undir lok árs 2020 en Katrín kom inn í teymið undir lok síðasta árs og tók við stöðu aðstoðarþjálfara.
Gengi liðsins á þessari leiktíð hefur verið slakt og það aðeins unnið einn leik og tapað sjö.
Haukar eru í botnsæti deildarinnar með 3 stig og var því ákveðið að gera breytingar.
Meistaraflokksráð kvenna komst því að þeirri niðurstöðu að Jóna og Katrín myndu hætta þjálfun liðsins. Ekki er ljóst hver mun taka við af þeim.
Næsti leikur Hauka er gegn Augnabliki á þriðjudag.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir