Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   mán 24. júní 2024 19:42
Brynjar Ingi Erluson
Fyrsta stoðsending Valgeirs á tímabilinu - Þorri fékk nokkrar mínútur í stórsigri
Valgeir lagði upp markið snemma í síðari hálfleik
Valgeir lagði upp markið snemma í síðari hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Valgeirsson gerði fyrstu stoðsendingu sína í sænsku B-deildinni í kvöld er hann lagði upp eina mark Örebro í 1-1 jafntefli gegn Trelleborg.

HK-ingurinn lagði upp markið fyrir Kalle Holmberg á 56. mínútu en gestirnir jöfnuðu aðeins sjö mínútum síðar.

Örebro er án sigurs í síðustu fimm deildarleikjum sínum en liðið er í 14. sæti með 13 stig.

Valgeir hefur nú skorað eitt og lagt upp eitt mark í tólf deildarleikjum.

Þorri Mar Þórisson kom inn af bekknum á 88. mínútu í 4-0 stórsigri Öster á Helsingborg. Öster komið aftur á sigurbraut og situr nú í 3. sæti með 23 stig eftir þrettán leiki.
Athugasemdir
banner