Rasmus Höjlund, sóknarmaður Manchester United, hefur breytt um treyjunúmer fyrir komandi keppnistímabil.
Höjlund gekk í raðir Man Utd frá Atalanta á Ítalíu fyrir síðasta tímabil og var hann í treyju númer 11 á sínu fyrsta tímabilinu hjá Rauðu djöflunum.
Höjlund gekk í raðir Man Utd frá Atalanta á Ítalíu fyrir síðasta tímabil og var hann í treyju númer 11 á sínu fyrsta tímabilinu hjá Rauðu djöflunum.
Núna er hann búinn að skipta og fær hann treyju númer 9 hjá liðinu.
Á síðasta tímabili var Anthony Martial með það númer á bakinu en hann er farinn frá félaginu.
Áður hafa leikmenn á borð Andy Cole, Dimitar Berbatov og Zlatan Ibrahimovic verið með þetta númer á bakinu hjá Man Utd.
????9?? Rasmus Højlund, Manchester United’s new number 9. pic.twitter.com/BKGAqYqerA
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 24, 2024
Athugasemdir