Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mið 24. júlí 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Höjlund skiptir um treyjunúmer
Rasmus Höjlund.
Rasmus Höjlund.
Mynd: Getty Images
Rasmus Höjlund, sóknarmaður Manchester United, hefur breytt um treyjunúmer fyrir komandi keppnistímabil.

Höjlund gekk í raðir Man Utd frá Atalanta á Ítalíu fyrir síðasta tímabil og var hann í treyju númer 11 á sínu fyrsta tímabilinu hjá Rauðu djöflunum.

Núna er hann búinn að skipta og fær hann treyju númer 9 hjá liðinu.

Á síðasta tímabili var Anthony Martial með það númer á bakinu en hann er farinn frá félaginu.

Áður hafa leikmenn á borð Andy Cole, Dimitar Berbatov og Zlatan Ibrahimovic verið með þetta númer á bakinu hjá Man Utd.


Athugasemdir
banner
banner
banner