Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mið 24. júlí 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
UEFA ákærir Morata og Rodri
Mynd: EPA
Evrópska fótboltasambandið UEFA hefur höfðað mál gegn Álvaro Morata landsliðsfyrirliða Spánar og liðsfélaga hans Rodri eftir söngva sem þeir sungu eftir að hafa unnið EM í sumar.

Degi eftir sigur í úrslitaleiknum í Berlín hélt spænska landsliðið heim til Spánar til að fagna með þjóðinni og þegar komið var að Cibeles torginu í Madríd tók stuðningsfólk að syngja um smáríkið Gíbraltar.

Morata og Rodri tóku þátt í söngvunum sem sögðu að 'Gíbraltar er partur af Spáni' og fór það fyrir brjóstið á fótboltasambandinu í Gíbraltar, sem sendi kvörtun til UEFA.

UEFA ákvað að ákæra leikmennina fyrir óíþróttamannslega hegðun og fyrir að koma óorði á ímynd fótboltans með því að taka þátt í söngvunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner