Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 24. ágúst 2023 09:41
Elvar Geir Magnússon
Albert: Ég er saklaus af þeim ásökunum sem komið hafa fram
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er saklaus af þeim ásökunum sem komið hafa fram. Ég mun ekki tjá mig frekar á meðan málið er til rannsóknar," segir Albert Guðmundsson í stuttri yfirlýsingu sem RÚV hefur birt.

Yfirlýsingin er skrifuð í Genóa og er dagsett í dag. Hún var ekki send á Fótbolta.net.

Greint var frá því í gær að Albert hefði verið kærður til lögreglu fyrir kynferðisbrot. KSÍ staðfesti við fjölmiðla að sambandið hefði verið upplýst um kæruna og að af þeim sökum kæmi Albert ekki til greina fyrir næstu landsliðsverkefni.

Age Hareide landsliðsþjálfari hefur verið upplýstur um málið en Ísland mæti Lúxemborg ytra og Bosníu heima í undankeppni EM í komandi mánuði. Landsliðshópurinn verður kynntur í næstu viku.

Fram kom í ítölskum fjölmiðli í gærkvöld að Genoa, félag Alberts á Ítalíu, hafi einnig fengið veður af málinu en standi með leikmanninum. Albert muni áfram leika með liðinu á meðan rannsókn stendur.
Athugasemdir
banner
banner
banner