Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
   sun 24. ágúst 2025 21:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Draumabyrjun fyrir Jonathan David - Atalanta missteig sig gegn nýliðum
Jonathan David
Jonathan David
Mynd: EPA
Juventus hefur verið að reyna selja Dusan Vlahovic í sumar án árangurs. Félagið nældi í Jonathan David frá Lille á frjálsri sölu í sumar og hann byrjaði í fremstu víglínu gegn Parma í fyrstu umferð deildarinnar í kvöld.

Hann kom liðinu yfir eftir fyrirgjöf frá Kenan Yildiz.

David var tekinn af velli þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma og Vlahovic kom inn á í hans stað. Hann innsiglaði sigurinn stuttu síðar og aftur var Yildiz arkitektinn.

Pisa hafnaði í 2. sæti í B-deildinni á síðustu leiktíð og vann sér því sæti í efstu deild. Liðið fékk Atalanta í heimsókn í fyrstu umferð í kvöld.

Pisa komst yfir þegar Isak Hien setti boltann í eigið net. Gianluca Scamacca bjargaði stigi fyrir Atalanta með marki snemma í seinni hálfleik.

Juventus 2 - 0 Parma
1-0 Jonathan David ('59 )
2-0 Dusan Vlahovic ('84 )
Rautt spjald: Andrea Cambiaso, Juventus ('83)

Atalanta 1 - 1 Pisa
0-1 Isak Hien ('26 , sjálfsmark)
1-1 Gianluca Scamacca ('50 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Juventus 2 2 0 0 3 0 +3 6
2 Napoli 2 2 0 0 3 0 +3 6
3 Cremonese 2 2 0 0 5 3 +2 6
4 Roma 2 2 0 0 2 0 +2 6
5 Udinese 2 1 1 0 3 2 +1 4
6 Inter 2 1 0 1 6 2 +4 3
7 Lazio 2 1 0 1 4 2 +2 3
8 Milan 2 1 0 1 3 2 +1 3
9 Como 2 1 0 1 2 1 +1 3
10 Bologna 2 1 0 1 1 1 0 3
11 Atalanta 2 0 2 0 2 2 0 2
12 Fiorentina 2 0 2 0 1 1 0 2
13 Cagliari 2 0 1 1 1 2 -1 1
14 Pisa 2 0 1 1 1 2 -1 1
15 Genoa 2 0 1 1 0 1 -1 1
16 Parma 2 0 1 1 1 3 -2 1
17 Lecce 2 0 1 1 0 2 -2 1
18 Verona 2 0 1 1 1 5 -4 1
19 Torino 2 0 1 1 0 5 -5 1
20 Sassuolo 2 0 0 2 2 5 -3 0
Athugasemdir
banner