Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
   sun 24. ágúst 2025 18:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Albert lagði upp í svekkjandi jafntefli
Mynd: EPA
Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Fiorentina í svekkjandi jafntefli gegn Cagliari í dag.

Staðan var markalaus í hálfleik en Rolando Mandragora kom inn á sem varamaður í hálfleik hjá Fiorentina.

Hann lét til sín taka þegar hann skallaði boltanum í stöngina og inn eftir fyrirgjöf frá Alberti á 68. mínútu en Albert var tekinn af velli stuttu síðar.

Þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Sebastiano Luperto metin með skallamarki. David de Gea var í boltanum en hann rúllaði í netið.

Como vann góðan sigur á Lazio í dag. Nico Paz, leikmaður Como, hefur verið orðaður við Tottenham í sumar en hann átti frábæran leik í dag.

Hann lagði upp fyrra markið á Anastasios Douvikas og innsiglaði síðan sigurinn með marki þegar rúmur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.

Cagliari 1 - 1 Fiorentina
0-1 Rolando Mandragora ('68 )
1-1 Sebastiano Luperto ('90 )

Como 2 - 0 Lazio
1-0 Anastasios Douvikas ('47 )
2-0 Nico Paz ('73 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Como 1 1 0 0 2 0 +2 3
2 Juventus 1 1 0 0 2 0 +2 3
3 Napoli 1 1 0 0 2 0 +2 3
4 Cremonese 1 1 0 0 2 1 +1 3
5 Roma 1 1 0 0 1 0 +1 3
6 Atalanta 1 0 1 0 1 1 0 1
7 Cagliari 1 0 1 0 1 1 0 1
8 Fiorentina 1 0 1 0 1 1 0 1
9 Pisa 1 0 1 0 1 1 0 1
10 Genoa 1 0 1 0 0 0 0 1
11 Lecce 1 0 1 0 0 0 0 1
12 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Milan 1 0 0 1 1 2 -1 0
17 Bologna 1 0 0 1 0 1 -1 0
18 Lazio 1 0 0 1 0 2 -2 0
19 Parma 1 0 0 1 0 2 -2 0
20 Sassuolo 1 0 0 1 0 2 -2 0
Athugasemdir
banner