Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fim 24. september 2020 21:49
Kristófer Jónsson
Halli Björns: Höfum verið þéttir á kostnað sóknarleiksins
Haraldur var að vonum fúll eftir leikinn.
Haraldur var að vonum fúll eftir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, var að vonum hundsvekktur eftir 2-1 tap sinna manna gegn Breiðablik í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

„Þetta er mikið svekkelsi. Við vissum fyrir leik í hverju Blikarnir eru góðir og vorum með ákveðið upplegg fyrir leikinn. Þeir skapa sér ekkert sérstaklega mikið og við skorum fínt mark. Svo hörfum við of mikið aftarlega á völlinn og bjóðum uppí hættulegan dans." sagði Halli eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

Stjörnumenn voru þéttir til baka í leiknum í kvöld og sköpuðu sér lítið af færum og áttu til að mynda enga marktilraun í seinni hálfleik.

„Breytingin hjá okkur frá fyrri árum er að við höfum fengið á okkur færri mörk en við höfum líka skorað færri á móti. Fyrir utan þær flóðgáttir sem opnuðust í síðasta leik (5-1 tap gegn Val) þá höfum við verið þéttir til baka og það er kannski á kostnað sóknarleiksins."

Stjörnumenn hafa nú tapað tveimur leikjum í röð og eru það fyrstu tveir tapleikir liðsins í deildinni á þessu tímabili. Næsti leikur Stjörnunnar er útileikur gegn HK næstkomandi sunnudag.

„Við þurfum að skoða þessa leiki. Það er stutt á milli leikja og það gefst ekki mikill tími til að ná einhverju breiki. Þannig að menn þurfa að vera snöggir að átta sig á hlutunum og undirbúa sig vel fyrir næsta leik." sagði Halli að lokum.

Nánar er rætt við Halla í spilaranum að ofan.

Þjálfarar Stjörnunnar mættu ekki í viðtal. Fjölmiðlafulltrúi Stjörnunnar sagði að þeir hefðu misskilið sóttvarnarreglur Kópavogsvallar og farið.
Athugasemdir
banner
banner