Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 24. september 2020 21:49
Kristófer Jónsson
Halli Björns: Höfum verið þéttir á kostnað sóknarleiksins
Haraldur var að vonum fúll eftir leikinn.
Haraldur var að vonum fúll eftir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, var að vonum hundsvekktur eftir 2-1 tap sinna manna gegn Breiðablik í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

„Þetta er mikið svekkelsi. Við vissum fyrir leik í hverju Blikarnir eru góðir og vorum með ákveðið upplegg fyrir leikinn. Þeir skapa sér ekkert sérstaklega mikið og við skorum fínt mark. Svo hörfum við of mikið aftarlega á völlinn og bjóðum uppí hættulegan dans." sagði Halli eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

Stjörnumenn voru þéttir til baka í leiknum í kvöld og sköpuðu sér lítið af færum og áttu til að mynda enga marktilraun í seinni hálfleik.

„Breytingin hjá okkur frá fyrri árum er að við höfum fengið á okkur færri mörk en við höfum líka skorað færri á móti. Fyrir utan þær flóðgáttir sem opnuðust í síðasta leik (5-1 tap gegn Val) þá höfum við verið þéttir til baka og það er kannski á kostnað sóknarleiksins."

Stjörnumenn hafa nú tapað tveimur leikjum í röð og eru það fyrstu tveir tapleikir liðsins í deildinni á þessu tímabili. Næsti leikur Stjörnunnar er útileikur gegn HK næstkomandi sunnudag.

„Við þurfum að skoða þessa leiki. Það er stutt á milli leikja og það gefst ekki mikill tími til að ná einhverju breiki. Þannig að menn þurfa að vera snöggir að átta sig á hlutunum og undirbúa sig vel fyrir næsta leik." sagði Halli að lokum.

Nánar er rætt við Halla í spilaranum að ofan.

Þjálfarar Stjörnunnar mættu ekki í viðtal. Fjölmiðlafulltrúi Stjörnunnar sagði að þeir hefðu misskilið sóttvarnarreglur Kópavogsvallar og farið.
Athugasemdir
banner