Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   fim 24. september 2020 21:49
Kristófer Jónsson
Halli Björns: Höfum verið þéttir á kostnað sóknarleiksins
Haraldur var að vonum fúll eftir leikinn.
Haraldur var að vonum fúll eftir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, var að vonum hundsvekktur eftir 2-1 tap sinna manna gegn Breiðablik í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

„Þetta er mikið svekkelsi. Við vissum fyrir leik í hverju Blikarnir eru góðir og vorum með ákveðið upplegg fyrir leikinn. Þeir skapa sér ekkert sérstaklega mikið og við skorum fínt mark. Svo hörfum við of mikið aftarlega á völlinn og bjóðum uppí hættulegan dans." sagði Halli eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

Stjörnumenn voru þéttir til baka í leiknum í kvöld og sköpuðu sér lítið af færum og áttu til að mynda enga marktilraun í seinni hálfleik.

„Breytingin hjá okkur frá fyrri árum er að við höfum fengið á okkur færri mörk en við höfum líka skorað færri á móti. Fyrir utan þær flóðgáttir sem opnuðust í síðasta leik (5-1 tap gegn Val) þá höfum við verið þéttir til baka og það er kannski á kostnað sóknarleiksins."

Stjörnumenn hafa nú tapað tveimur leikjum í röð og eru það fyrstu tveir tapleikir liðsins í deildinni á þessu tímabili. Næsti leikur Stjörnunnar er útileikur gegn HK næstkomandi sunnudag.

„Við þurfum að skoða þessa leiki. Það er stutt á milli leikja og það gefst ekki mikill tími til að ná einhverju breiki. Þannig að menn þurfa að vera snöggir að átta sig á hlutunum og undirbúa sig vel fyrir næsta leik." sagði Halli að lokum.

Nánar er rætt við Halla í spilaranum að ofan.

Þjálfarar Stjörnunnar mættu ekki í viðtal. Fjölmiðlafulltrúi Stjörnunnar sagði að þeir hefðu misskilið sóttvarnarreglur Kópavogsvallar og farið.
Athugasemdir
banner
banner