Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fim 24. september 2020 20:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar: Kærulausir, lélegir og gerðum hluti sem við töluðum um að gera ekki
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er mikið svekkelsi," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 1-1 jafntefli við Gróttu í Pepsi Max-deildinni.

Grótta missti mann af velli með rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 0-0. Grótta komst yfir í seinni hálfleiknum, en KR jafnaði svo þegar 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Ellefu KR-ingar komust hins vegar ekki lengra gegn tíu Gróttumönnum.

Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Grótta

„Grótta lá með marga menn til baka og varðist ofboðslega vel. Vindurinn er ekki auðveldur og kuldinn ekki heldur, en samt sem áður vorum við bara að gera ranga hluti allan tímann. Við vorum kærulausir, lélegir og gerðum hluti sem við töluðum um að gera ekki fyrir leikinn," sagði Rúnar.

„Fótbolti spilast stundum á milli eyrnanna á mönnum líka. Menn þurfa að halda einbeitingu og gera þá hluti sem þeir eru góðir í, ekki halda að þeir séu betri en þeir eru."

KR er búið að missa af titlinum. Er erfitt að koma mönnum í gírinn?

„Nei, alls ekki. Við áttum gullið tækifæri að sækja á FH aðeins. Þessi öll fjögur lið sem við erum að berjast um Evrópusæti voru að spila innbyrðis og því hefðu þrjú stig komið okkur upp töfluna. En við erum stigi nær FH heldur en við vorum þegar við byrjuðum leikinn í dag. Við erum ekkert hættir, við ætlum að reyna að berjast um Evrópusæti."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner