Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
banner
   fim 24. september 2020 20:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar: Kærulausir, lélegir og gerðum hluti sem við töluðum um að gera ekki
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er mikið svekkelsi," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 1-1 jafntefli við Gróttu í Pepsi Max-deildinni.

Grótta missti mann af velli með rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 0-0. Grótta komst yfir í seinni hálfleiknum, en KR jafnaði svo þegar 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Ellefu KR-ingar komust hins vegar ekki lengra gegn tíu Gróttumönnum.

Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Grótta

„Grótta lá með marga menn til baka og varðist ofboðslega vel. Vindurinn er ekki auðveldur og kuldinn ekki heldur, en samt sem áður vorum við bara að gera ranga hluti allan tímann. Við vorum kærulausir, lélegir og gerðum hluti sem við töluðum um að gera ekki fyrir leikinn," sagði Rúnar.

„Fótbolti spilast stundum á milli eyrnanna á mönnum líka. Menn þurfa að halda einbeitingu og gera þá hluti sem þeir eru góðir í, ekki halda að þeir séu betri en þeir eru."

KR er búið að missa af titlinum. Er erfitt að koma mönnum í gírinn?

„Nei, alls ekki. Við áttum gullið tækifæri að sækja á FH aðeins. Þessi öll fjögur lið sem við erum að berjast um Evrópusæti voru að spila innbyrðis og því hefðu þrjú stig komið okkur upp töfluna. En við erum stigi nær FH heldur en við vorum þegar við byrjuðum leikinn í dag. Við erum ekkert hættir, við ætlum að reyna að berjast um Evrópusæti."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner