Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
   fim 24. september 2020 20:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar: Kærulausir, lélegir og gerðum hluti sem við töluðum um að gera ekki
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er mikið svekkelsi," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 1-1 jafntefli við Gróttu í Pepsi Max-deildinni.

Grótta missti mann af velli með rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 0-0. Grótta komst yfir í seinni hálfleiknum, en KR jafnaði svo þegar 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Ellefu KR-ingar komust hins vegar ekki lengra gegn tíu Gróttumönnum.

Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Grótta

„Grótta lá með marga menn til baka og varðist ofboðslega vel. Vindurinn er ekki auðveldur og kuldinn ekki heldur, en samt sem áður vorum við bara að gera ranga hluti allan tímann. Við vorum kærulausir, lélegir og gerðum hluti sem við töluðum um að gera ekki fyrir leikinn," sagði Rúnar.

„Fótbolti spilast stundum á milli eyrnanna á mönnum líka. Menn þurfa að halda einbeitingu og gera þá hluti sem þeir eru góðir í, ekki halda að þeir séu betri en þeir eru."

KR er búið að missa af titlinum. Er erfitt að koma mönnum í gírinn?

„Nei, alls ekki. Við áttum gullið tækifæri að sækja á FH aðeins. Þessi öll fjögur lið sem við erum að berjast um Evrópusæti voru að spila innbyrðis og því hefðu þrjú stig komið okkur upp töfluna. En við erum stigi nær FH heldur en við vorum þegar við byrjuðum leikinn í dag. Við erum ekkert hættir, við ætlum að reyna að berjast um Evrópusæti."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner