Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   fim 24. september 2020 20:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar: Kærulausir, lélegir og gerðum hluti sem við töluðum um að gera ekki
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er mikið svekkelsi," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 1-1 jafntefli við Gróttu í Pepsi Max-deildinni.

Grótta missti mann af velli með rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 0-0. Grótta komst yfir í seinni hálfleiknum, en KR jafnaði svo þegar 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Ellefu KR-ingar komust hins vegar ekki lengra gegn tíu Gróttumönnum.

Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Grótta

„Grótta lá með marga menn til baka og varðist ofboðslega vel. Vindurinn er ekki auðveldur og kuldinn ekki heldur, en samt sem áður vorum við bara að gera ranga hluti allan tímann. Við vorum kærulausir, lélegir og gerðum hluti sem við töluðum um að gera ekki fyrir leikinn," sagði Rúnar.

„Fótbolti spilast stundum á milli eyrnanna á mönnum líka. Menn þurfa að halda einbeitingu og gera þá hluti sem þeir eru góðir í, ekki halda að þeir séu betri en þeir eru."

KR er búið að missa af titlinum. Er erfitt að koma mönnum í gírinn?

„Nei, alls ekki. Við áttum gullið tækifæri að sækja á FH aðeins. Þessi öll fjögur lið sem við erum að berjast um Evrópusæti voru að spila innbyrðis og því hefðu þrjú stig komið okkur upp töfluna. En við erum stigi nær FH heldur en við vorum þegar við byrjuðum leikinn í dag. Við erum ekkert hættir, við ætlum að reyna að berjast um Evrópusæti."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner