lau 24. október 2020 19:19
Ívan Guðjón Baldursson
Atvik Maguire var skoðað í VAR herberginu
Mynd: Getty Images
Flestir eru á því máli að Chelsea hafi átt að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik gegn Manchester United á Old Trafford í dag.

Fyrirliðarnir Harry Maguire og Cesar Azpilicueta hoppuðu saman upp í skallabolta innan vítateigs nema að handleggir Maguire voru utan um háls og líkama Azpilicueta.

Martin Atkinson, dómari leiksins, dæmdi ekki vítaspyrnu en Azpilicueta var ósáttur og bað Atkinson um að tala við VAR herbergið og skoða atvikið aftur á dómaraskjánum. Það var ekki gert og lauk leiknum með markalausu jafntefli.

Eftir leikinn staðfesti dómarasambandið á Englandi við fréttamann The Athletic að atvikið hafi verið skoðað í VAR herberginu. Ákveðið var að skerast ekki í leikinn þar sem þetta voru ekki talin augljós mistök af hálfu dómara.

Sjá einnig:
Sjáðu atvikið: Átti að dæma vítaspyrnu á Harry Maguire?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner