Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 24. október 2020 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikin: Messi og Ramos áttust við
Messi og Ramos þekkjast vel.
Messi og Ramos þekkjast vel.
Mynd: Getty Images
Real Madrid hafði betur gegn Barcelona er liðin mættust í El Clasico í dag. Staðan var 1-1 eftir átta mínútur og hélst þannig allt þar til Sergio Ramos skoraði úr vítaspyrnu á 62. mínútu.

Ramos fiskaði vítaspyrnuna sjálfur en dómari leiksins þurfti að skoða atvikið með aðstoð myndbandstækni áður en hann tók ákvörðun.

Lionel Messi tókst ekki að skora í leiknum en honum hefur gengið illa í leikjum gegn Real Madrid að undanförnu. Hann hefur ekki skorað gegn erkifjendunum síðan í maí 2018, en leikurinn í dag var sjöunda innbyrðisviðureign liðanna síðan Messi skoraði í 2-2 jafntefli.

Argentínski snillingurinn sýndi þó takta í leiknum, eins og hann gerir yfirleitt, og má sjá frábært færi sem hann skapaði sér með því að plata Ramos upp úr skónum hér fyrir neðan.

Enn neðar má svo sjá þegar Ramos stöðvar Messi með skemmtilegri hreyfingu sem er yfirleitt ekki ráðlögð varnarmönnum.


Ramos' tackle on Messi from r/soccer


Athugasemdir
banner
banner