Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 24. nóvember 2020 12:29
Elvar Geir Magnússon
Mun Man City bjóða Messi tíu ára samning?
Lionel Messi er 33 ára.
Lionel Messi er 33 ára.
Mynd: Getty Images
Framtíð Lionel Messi hefur verið í mikið í umræðunni og sú umræða er ekkert að fara þverrandi.

Argentínumaðurinn reyndi að yfirgefa Barcelona í sumar en misskilningur með samningamál gerðu það að verkum að hann fór ekkert og samningur hans rennur út í lok júní á komandi ári.

Breska blaðið The Times talar nú um að Manchester City gæti boðið Messi tíu ára samning sem myndi gera hann að sendiherra félagsins á heimsvísu eftir að skórnir fara á hilluna.

Hugmyndin er að Messi spili nokkur tímabil undir stjórn Guardiola hjá City.

Í samningnum býðst svo möguleiki á því að fara í eitthvert af félögunum sem eru undir City Football Group sem á fótboltafélög um allan heim; þar á meðal í Yokohama, Melbourne og New York. Messi yrði svo sendiherra City á heimsvísu.

Sagt er að Messi sé að bíða eftir því hvaða niðurstaða verður úr forsetakosningum Barcelona þann 24. janúar áður en hann tekur ákvörðun um framtíð sína.
Athugasemdir
banner
banner
banner