Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 24. nóvember 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Nuno Espirito Santo: Þetta snýst allt um stuðningsmennina
Mynd: Getty Images
Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóri Wolves, var ánægður með hvernig leikmenn brugðust við í 1-1 jafnteflinu gegn Southampton í gær.

Theo Walcott kom Southampton yfir gegn Wolves á 58. mínútu áður en Pedro Neto jafnaði metin fimmtán mínútum fyrir leikslok á Molineux leikvanginum í Wolverhampton.

„Þetta var góður leikur. Bæði lið spiluðu á háu tempói-i og við spiluðum vel," sagði Nuno.

„Southampton spilaði einnig vel. Þeir eru með góða leikmenn og góðan stjóra. Við mættum þeim og kláruðum leikinn á góðan hátt. Ég er mjög stoltur af viðbrögðum hjá leikmönnum við markinu sem Southampton skoraði."

Nuno vildi meina að Wolves hefði átt að fá aukaspyrnu í aðdraganda marksins sem Walcott skoraði en ekkert var dæmt.

„Mér finnst það en eftr atvikið var eina sem við gátum gert er að bregðast við því og hætta að hugsa um ákvörðun dómarans og einbeita okkur að leiknum. Strákarnir gerðu það og þetta voru öflug viðbrögð.," sagði hann ennfremur.

Nuno var spurður líkt og kollegi hans hjá Southampton, Ralph Hasenhüttl, hvort hann væri spenntur fyrir því að fá áhorfendur aftur á völlinn.

„Við vildum allir óska þess að það myndi gerast á morgun. Við þráum ekkert heitara en að fá stuðningsmennina aftur. Þetta snýst um þá og reynum okkar besta að fá þá aftur," sagði Nuno í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner