Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   þri 25. mars 2025 14:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísabella Sara yfirgefur Val og heldur til Svíþjóðar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísabella Sara Tryggvadóttir mun ekki spila með Val í sumar en hún hefur fengið félagaskipti til Svíþjóðar og mun spila þar í landi á komandi tímabili.

Fótbolti.net hefur ekki fengið upplýsingar um hvaða sænska félag sé búið að krækja í Ísabellu.

Hún er unglingalandsliðskona sem hefur leikið með Val undanfarin tvö ár og skrifaði undir nýjan samning við félagið nýverið. Hún gekk í raðir Vals frá KR fyrir tímabilið 2023. Hún skoraði þrjú mörk í Bestu deildinni 2023 og sex mörk á síðasta tímabili. Hún varð Íslandsmeistari 2023 og bikarmeistari í fyrra.

Hennar lokaleikur með Val var gegn Breiðabliki í undanúrslitum Lengjubikarsins síðasta föstudag þar sem hún fékk að líta rauða spjaldið. Hún á að baki 41 leik fyrir unglingalandsliðin og tvo fyrir U23 landsliðið.

Ísabella Sara er dóttir Tryggva Guðmundssonar sem er markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar. Hún er yngri systir Guðmundar Andra sem er leikmaður KR.

Athugasemdir
banner
banner
banner