Ólafur Íshólm Ólafsson var ekki í leikmannahópi Fram þegar liðið heimsótti ÍBV í Bestu deildinni í gær. Hann hefur óskað eftir því að fá að fara frá Fram og hefur félagið gefið grænt ljós á það.
Ólafur, sem verður þrítugur í næsta mánuði, hefur verið hjá Fram síðan 2019 og verið aðalmarkmaður liðsins. Fram kom í gær að Ólafur hafi ekki verið sammála ákvörðun þjálfarans sem var sú að Ólafur myndi ekki spila gegn ÍBV, heldur myndi Viktor Freyr Sigurðsson, sem hafði átt góðan leik gegn FH í bikarnum í leiknum á undan, spila leikinn.
Fótbolti.net ræddi við Rúnar í dag og var hann spurður út í tíðindi gærdagsins.
Ólafur, sem verður þrítugur í næsta mánuði, hefur verið hjá Fram síðan 2019 og verið aðalmarkmaður liðsins. Fram kom í gær að Ólafur hafi ekki verið sammála ákvörðun þjálfarans sem var sú að Ólafur myndi ekki spila gegn ÍBV, heldur myndi Viktor Freyr Sigurðsson, sem hafði átt góðan leik gegn FH í bikarnum í leiknum á undan, spila leikinn.
Fótbolti.net ræddi við Rúnar í dag og var hann spurður út í tíðindi gærdagsins.
„Ég kallaði Óla á fund daginn fyrir leik og tilkynnti honum að hann yrði ekki í liðinu gegn ÍBV, ég kalla menn oftast á fund þegar um er að ræða reynslumikla leikmenn og læt þá vita af hverju ég er að gera breytingar. Viktor spilaði á móti FH, fékk tækifærið og stóð sig frábærlega. Ég ákvað að spila honum aftur á móti ÍBV, tók þá ákvörðun daginn fyrir leik. Ég lét Óla vita af því að hann yrði ekki í liðinu, Viktor myndi spila vegna þess að hann spilaði vel á móti FH og vegna þess að ég taldi þennan leik, í brjáluðu roki, henta Viktori betur. Þannig voru mín samskipti við Óla," segir Rúnar. Ákvörðunin var tekin með þennan staka leik til hliðsjónar, það var ekki búið að taka Ólaf úr liðinu til frambúðar.
Ólafur tók illa í þessa ákvörðun þjálfarans, hann átti að vera á bekknum gegn ÍBV en málin þróuðust þannig að hann afboðaði sig í ferðina og fór ekki með í leikinn. Í aðdraganda leiksins hafði verið tekin ákvörðun um að 2. flokks markmaður Fram, Þorsteinn Örn Kjartansson, myndi fara með í leikinn, þrír markmenn áttu að fara í leikinn en vegna fjarveru Ólafs voru einungis tveir á skýrslu.
Rúnar segir að viðbrögð markmannsins hafi komið sér mjög á óvart en vildi ekki ræða þau frekar. Ólafur óskaði í kjölfarið eftir því að fá samningi sínum við félagið rift.
Var hluti af fyrirliðateyminu
Hann hafði verið varafyrirliði liðsins en færðist í vetur aftar í röðina að fyrirliðabandinu eftir breyttar áherslur hjá dómurum sem eru á þá leið að fyrirliðar eiga að taka samtölin við dómarana, ekki aðrir leikmenn. Rúnar hafði útskýrt þá ákvörðun fyrir Ólaf fyrr í vetur. „Ég ræddi þetta við Óla í vetur, hann var ennþá hluti af fyrirliðateyminu. Kennie er búinn að vera fyrirliði þegar Gummi (Magg) er ekki að spila og Gummi er fyrirliði þegar hann er í liðinu. Gummi, Kennie, Fred, Kyle og Óli voru allir hluti af þessum fyrirliðakjarna, mínir reynslumestu menn og leiðtogar. Í grunninn skiptir mig engu máli hver er með bandið."
Fram í markmannsleit
Eru Framarar í leit að markmanni í dag til að fara í samkeppni við Viktor?
„Við þurfum að finna markmann sem getur barist við Viktor um stöðuna. Þú vilt alltaf fá eins góðan leikmann og hægt er til þín, en hvað kostar nýr leikmaður? Hvað er hægt að gera? Það þarf að velta öllum möguleikum fyrir sér. Við erum með 2. flokks markmann sem hefur aldrei spilað með meistaraflokki. Við þurfum að reyna finna annan markmann," segir Rúnar.
Næsti leikur Fram verður gegn Aftureldingu á mánudag á Lambhagavellinum.
Athugasemdir