Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
Óli Kri: Rotar okkur svolítið þetta mark sem þau skora
Óskar Smári: Sár, svekktur, fúll
Einar Guðna: Ótrúlega glaður með þessi þrjú stig fyrst og fremst
Matti Guðmunds: Kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
   mið 25. maí 2022 22:34
Þorsteinn Haukur Harðarson
Rúnar Kristins: Höfum verið betri á gervigrasi undanfarin ár
Rúnar Kristinsson
Rúnar Kristinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Yfir 90 mínútur er þetta besta frammistaða okkar í sumar. Við höfum átt góða hálfleiki en ekki náð nýta yfirburði okkar í nokkrum leikjum," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 3-0 sigur gegn Stjörnunni í Mjólkurbikarnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  3 KR

"Við náðum mjög góðum 90 mínútum í dag. Að vísu átti Stjarnan mjög góðan 15 mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks þar sem þeir eiga hættulegar sóknir en við náðum að verjast því vell. Ég hefði viljað vera búinn að klára leikinn miklu fyrr en Stjörnuliðið er öflugt."

Næst var Rúnar spurður hvað hafi smollið hjá liðinu í kvöld sem var þess valdandi að við fengum að sjá svona fína frammistöðu. "Við Skorum tvö mörk í fyrri hálfleik og erum með yfirburði. Við höfum ekki skorað tvö mörk í fyrri hálfleik áður þegar við höfum verið með yfirburði," segir Rúnar og bætir við að grasið hafi einnig mikið að segja.

"Á KR vellinum er allt annað að spila á grasi sem lítur vel út í fjarska en er reyndar ágætt núna miðað við árstíma. Þar er erfitt að spila en hér erum við á geggjuðu gervigrasi og blautum velli og þá sýnum við hversu vel við getum spilað. Við höfum verið betri á gervigrasi undanfarin ár."


Vill Rúnar þá fá gervigras á KR völlinn? "Það endar með því held ég. Við erum alltaf að bíða eftir framkvæmdum en þangað til erum við á okkar frábæra velli sem Maggi Bö sér um að hafa í eins góðu lagi og hægt er."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner