Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   mið 25. maí 2022 22:34
Þorsteinn Haukur Harðarson
Rúnar Kristins: Höfum verið betri á gervigrasi undanfarin ár
Rúnar Kristinsson
Rúnar Kristinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Yfir 90 mínútur er þetta besta frammistaða okkar í sumar. Við höfum átt góða hálfleiki en ekki náð nýta yfirburði okkar í nokkrum leikjum," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 3-0 sigur gegn Stjörnunni í Mjólkurbikarnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  3 KR

"Við náðum mjög góðum 90 mínútum í dag. Að vísu átti Stjarnan mjög góðan 15 mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks þar sem þeir eiga hættulegar sóknir en við náðum að verjast því vell. Ég hefði viljað vera búinn að klára leikinn miklu fyrr en Stjörnuliðið er öflugt."

Næst var Rúnar spurður hvað hafi smollið hjá liðinu í kvöld sem var þess valdandi að við fengum að sjá svona fína frammistöðu. "Við Skorum tvö mörk í fyrri hálfleik og erum með yfirburði. Við höfum ekki skorað tvö mörk í fyrri hálfleik áður þegar við höfum verið með yfirburði," segir Rúnar og bætir við að grasið hafi einnig mikið að segja.

"Á KR vellinum er allt annað að spila á grasi sem lítur vel út í fjarska en er reyndar ágætt núna miðað við árstíma. Þar er erfitt að spila en hér erum við á geggjuðu gervigrasi og blautum velli og þá sýnum við hversu vel við getum spilað. Við höfum verið betri á gervigrasi undanfarin ár."


Vill Rúnar þá fá gervigras á KR völlinn? "Það endar með því held ég. Við erum alltaf að bíða eftir framkvæmdum en þangað til erum við á okkar frábæra velli sem Maggi Bö sér um að hafa í eins góðu lagi og hægt er."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner