Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   lau 25. maí 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Amanda blá og marin - Jasmín byrjuð að skokka
Amanda Andradóttir
Amanda Andradóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jasmín Erla
Jasmín Erla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Amanda Andradóttir, lykilkona í Val, var ekki með liðinu í 2-1 tapinu gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli í gær en það var augljóst að það vantaði mest skapandi leikmann liðsins í þessum toppbaráttuslag.

Landsliðskonan missti af öðrum leik sínum í deildinni á þessari leiktíð en hún hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli.

Það vakti athygli að hún hafi ekki verið með í stærsta leik tímabilsins til þessa, en Pétur Pétursson, þjálfari Vals, kom með góða útskýringu á því.

Varnarmenn deildarinnar hafa átt í fullu fangi með Amöndu í byrjun sumars og hefur það tekið sinn toll á henni líka, en hún er blá og marin eftir að hafa fengið mörg spörk frá andstæðingum sínum.

„Já og Jasmín líka. Hún er líka búin að vera detta út, en það var vont að missa Amöndu og hún fengið að kenna svolítið á því án þess að leikmenn hafi fengið gul spjöld á móti. Hún er alveg blá og marin upp allan legginn, en svona er þetta,“ sagði Pétur við Fótbolta.net er hann var spurður út í stöðuna á Amöndu.

Jasmín byrjuð að skokka

Jasmín Erla Ingadóttir, sem kom til Vals frá Stjörnunni fyrir tímabilið, hefur ekkert verið með síðan hún fékk heilahristing í 2-1 sigrinum á Keflavík í byrjun maí.

Höfuðhöggið hafði veruleg áhrif á hana en að sögn Péturs er hún öll að koma til.

„Ég held að hún sé aðeins byrjuð að skokka aftur. Hún fékk eftirköst strax eftir að hún byrjaði að hreyfa sig en við vonum að þetta sé allt á réttri leið saman,“ sagði Pétur.
Pétur útskýrir af hverju Valur vildi ekki fresta - „Það var ekkert flókið"
Athugasemdir
banner