Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   lau 25. maí 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Man City skoðar það að fá Bruno Guimaraes
Bruno Guimaraes gæti verið á útleið
Bruno Guimaraes gæti verið á útleið
Mynd: EPA
Englandsmeistarar Manchester City eru að íhuga að kaupa Bruno Guimaraes, leikmann Newcastle United, í glugganum en þetta segir blaðamaðurinn Ben Jacobs.

Guimaraes er 26 ára gamall miðjumaður sem hefur verið með allra bestu mönnum Newcastle frá því hann kom frá Lyon fyrir tveimur árum.

Brasilíumaðurinn er með 100 milljóna punda kaupákvæði í samningi sínum en það er einungis virkt í um það bil mánuð frá lok maí og fram að síðustu viku júní.

Jacobs segir að Man City hafi verið í sambandi við föruneyti Guimaraes og sé að íhuga að virkja ákvæðið.

Það hefur áður komið fram að Newcastle gæti þurft að selja stjörnuleikmann í þessum glugga vegna fjárhagsreglna deildarinnar og er líklegast að það sé Guimaraes mun hverfa á braut.
Athugasemdir
banner
banner
banner