Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
Kjartan Kári lagði upp tvö: Allt að ganga hjá mér núna
Kjartan Henry: Oftast gengið vel gegn Breiðabliki
Dóri Árna: Algerlega tilgangslaust að fara grenja og vorkenna sjálfum sér
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
   sun 25. maí 2025 22:35
Kári Snorrason
Kjartan Kári lagði upp tvö: Allt að ganga hjá mér núna
Kjartan Kári var öflugur í kvöld.
Kjartan Kári var öflugur í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH vann sterkan sigur gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Breiðabliks fyrr í kvöld. Leikurinn endaði með 2-0 sigri FH, Kjartan Kári lagði upp bæði mörk leiksins en hann mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: FH 2 -  0 Breiðablik

„Þetta var alvöru liðsframmistaða, við vorum að berjast í 90 mínútur. Við vissum að þetta yrði erfitt en frábært að fá þessa sigurtilfinningu, eins og maður segir alltaf í fótboltanum.“

Kjartan lagði upp bæði mörk leiksins.

,„Það er allt að klikka hjá mér núna. Það er bara að halda þessu áfram. Gott að geta hjálpað liðinu.“

„Við erum með frábært lið, mér fannst við vera óheppnir í fyrstu leikjunum. Við vorum inni í öllum leikjunum en það datt ekki með okkur.“

Breyttist eitthvað frá fyrstu leikjunum?

„Mér finnst við ekki hafa breytt neinu. Við héldum okkar skipulagi, börðumst fyrir hvorn annan og þá koma bara sigrarnir. Það sást í þessum leik að við gerðum það og það kom alvöru stemning í hópinn.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir