FH vann sterkan sigur gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Breiðabliks fyrr í kvöld. Leikurinn endaði með 2-0 sigri FH, Kjartan Kári lagði upp bæði mörk leiksins en hann mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: FH 2 - 0 Breiðablik
„Þetta var alvöru liðsframmistaða, við vorum að berjast í 90 mínútur. Við vissum að þetta yrði erfitt en frábært að fá þessa sigurtilfinningu, eins og maður segir alltaf í fótboltanum.“
Kjartan lagði upp bæði mörk leiksins.
,„Það er allt að klikka hjá mér núna. Það er bara að halda þessu áfram. Gott að geta hjálpað liðinu.“
„Við erum með frábært lið, mér fannst við vera óheppnir í fyrstu leikjunum. Við vorum inni í öllum leikjunum en það datt ekki með okkur.“
Breyttist eitthvað frá fyrstu leikjunum?
„Mér finnst við ekki hafa breytt neinu. Við héldum okkar skipulagi, börðumst fyrir hvorn annan og þá koma bara sigrarnir. Það sást í þessum leik að við gerðum það og það kom alvöru stemning í hópinn.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir