Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fim 25. júní 2020 17:21
Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmótið í uppnámi? - Leikmaður Breiðabliks greind með Covid-19
Andrea Rán í leik með Breiðabliki.
Andrea Rán í leik með Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmótið í Pepsi Max-deild kvenna gæti verið í uppnámi eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með Covid-19 í dag.

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir kom heim frá Bandaríkjunum daginn fyrir leik liðsins gegn Selfossi í 2. umferð deildarinnar 18. júní síðastliðinn. Hún kom inná sem varamaður í þeim leik sem og leiknum gegn KR í fyrrakvöld.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur hún nú greinst með Covid-19 en þar sem málið er kom upp í dag og er ekki enn búið að tilkynna leikmönnum liðsins að þeir þurfi að fara í sóttkví. Gert ráð fyrir að það gerist núna.

Nánast öruggt má telja að allir leikmenn Breiðabliks og þjálfarateymi muni þurfa að fara í sóttkví auk leikmanna KR.

Því er ljóst að liðin spila ekki leik næstu vikurnar en næsta umferð átti að fara fram á þriðjudag og miðvikudag. Á þriðjudag átti Þróttur að mæta Breiðabliki og á miðvikudag og KR gegn FH.

Líklegt er því að fresta þurfi líka leikjum sem áttu að fara fram í 5. umferðinni 6. júlí einnig sem og Mjólkurbikarnum 10. júlí. Þar sem smitið er nýlega komið upp hefur þó engin ákvörðun verið tekin um slíkt.

*Uppfært 17:40 - Lið KR og þjálfarar eru komin í sóttkví
banner
banner