Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   þri 25. júní 2024 12:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skiptidíll sem hefur reynst erfiður fyrir báða leikmenn
Bjarni Guðjón Brynjólfsson.
Bjarni Guðjón Brynjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hörður Ingi Gunnarsson.
Hörður Ingi Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði í Bestu deildinni í apríl þá var gerður skiptidíll á milli Vals og FH. Bakvörðurinn Hörður Ingi Gunnarsson fór í Val og Bjarni Guðjón Brynjólfsson fór á móti í FH.

Báðir leikmennirnir fóru á milli á láni, en eins og staðan er núna er erfitt að sjá það gerast að leikmennirnir fari alfarið á milli félaganna.

Hvorugur leikmaður hefur nefnilega spilað mjög stórt hlutverk til þessa.

Á þessum tveimur mánuðum hefur Bjarni Guðjón spilað alls 20 mínútur fyrir FH í Bestu deildinni en hann hefur komið við sögu í tveimur leikjum. Hann spilaði 19 mínútur í tapi gegn Stjörnunni og eina mínútu í tapi gegn KR.

Hörður Ingi hefur komið við sögu í fimm leikjum með Val og alls spilað 61 mínútu. Hann hefur ekki byrjað leik enn.

Samtals hafa þeir spilað 81 mínútu eftir skiptin, ekki heilan fótboltaleik.

Bjarni Guðjón er tvítugur miðjumaður sem Valur keypti af Þór síðasta sumar en kláraði tímabilið fyrir norðan. Hann spilaði stórt hlutverk í Þór en það hefur gengið erfiðlega hjá honum eftir skiptin þaðan.

Hörður er 25 ára bakvörður sem uppalinn er í FH. Hann sneri aftur í FH frá Sogndal í Noregi fyrir síðasta tímabil en meiddist snemma á tímabilinu og missti mikið úr síðasta Íslandsmóti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner