Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. júlí 2020 10:15
Fótbolti.net
Lengjuhringborð og lið ársins í enska á X977 í dag
Úlfur Blandon verður við Lengjuhringborð á morgun.
Úlfur Blandon verður við Lengjuhringborð á morgun.
Mynd: Þróttur Vogum
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net verður í sumarskapi á X977 í dag. Þátturinn er alla laugardaga milli 12 og 14.

Elvar Geir og Tómas Þór fara yfir allt það helsta í boltanum og hita meðal annars upp fyrir komandi umferð í Pepsi Max-deildinni.

Þá mæta Úlfur Blandon og Rafn Markús Vilbergsson, sérfræðingar þáttarins um Lengjudeildina og gera upp fyrsta þriðjung deildarinnar. Þeir velja besta leikmanninn í fyrsta þriðjungnum.

Kristján Atli Ragnarsson, sérfræðingur þáttarins um enska boltann, mætir í hljóðver og opinberar val sitt á liði ársins í ensku úrvalsdeildinni. Hitað verður upp fyrir lokaumferðina.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner