Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   sun 25. júlí 2021 21:55
Hafliði Breiðfjörð
Siggi Raggi: Röddin farin að gefa sig því ég öskraði mikið
Siggi Raggi á hliðarlínunni í sumar.
Siggi Raggi á hliðarlínunni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega stoltur af strákunum, við lögðum mikið á okkur, erum vinnusamir og duglegir og vörðumst vel," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur eftir 2 - 0 sigur á Breiðabliki í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Breiðablik

„Við vissum að Blikar myndu alltaf fá sín færi, þeir skapa alltaf fullt og eru með frábært sóknarlið. Við vissum líka að það væri möguleiki að geta sótt hratt á þá því þeir eru opnir þegar þeir sækja svona mikið."

Breiðablik átti urmul færa í leiknum og þá sér í lagi fyrsta hálftímann þegar Sindri Kristinn Ólafsson markvörður bjargaði oft á ögurstundu. En þú hefur ekki verið í rónni þá?

„Nei, þú heyrir að röddin á mér er aðeins farin að gefa sig því ég öskraði mikið inná. En það var gott skipulag á liðinu og við vorum duglegir og vinnusamir og það skilaði sigrinum," sagði Siggi Raggi en hvað var hann að öskra?

„Mér fannst Breiðablik vera að komast bakvið okkur á blindu hliðina og ég var að minna leikmenn seme voru voru þreyttir og búnir að vinna mikið á að standa vaktina og skila sér til baka og koma sér í stöður. Sindri var svo frábær og hefur verið frábær í sumar fyrir okkur. Hann er ofboðslega mikilvægur í okkar liði, hefur stigið mikið upp og bætt sig mikið."

Nánar er rætt við Sigga Ragga í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner