Hinn sextán ára gamli Stígur Diljan Þórðarson hefur skrifað undir samning við portúgalska stórliðið Benfica.
Stígur Diljan er uppalinn Víkingur og kom í sögu í einum leik í Bestu deildinni í sumar, hann kom af bekknum í 4-1 sigri gegn Keflavík.
„Virkilega gaman að gefa honum loksins mínútur, við erum búnir að bíða svolítið lengi eftir því og gott að geta gefið honum mínútur í góðum leik. Hann er gríðarlega öflugur og efnilegur leikmaður. Hann er einn af mörgum ungum leikmönnum sem hafa fengið tækifæri hjá okkur. Hann stóð sig bara virkilega vel," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir þann leik.
Stígur Diljan er uppalinn Víkingur og kom í sögu í einum leik í Bestu deildinni í sumar, hann kom af bekknum í 4-1 sigri gegn Keflavík.
„Virkilega gaman að gefa honum loksins mínútur, við erum búnir að bíða svolítið lengi eftir því og gott að geta gefið honum mínútur í góðum leik. Hann er gríðarlega öflugur og efnilegur leikmaður. Hann er einn af mörgum ungum leikmönnum sem hafa fengið tækifæri hjá okkur. Hann stóð sig bara virkilega vel," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir þann leik.
Stígur Diljan fór til reynslu hjá Benfica í fyrra og er nú genginn í raðir félagsins.
Þessi efnilegi leikmaður á þrjá leiki að baki með U16 landsliði Íslands.
Stígur Diljan Þórðarson (2006) has signed for Benfica. He joins them from the Icelandic club Víkingur Reykjavík. Congrats 📄✍🏼🇮🇸⭐️👌 pic.twitter.com/1dm0aErB5K
— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) July 25, 2022
Athugasemdir