Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   fim 25. júlí 2024 15:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Viðars: Logi vill skoða hvaða möguleikar eru erlendis
Logi hefur skorað eitt mark í sumar. Það var sigurmarkið gegn ÍA í Akraneshöllinni.
Logi hefur skorað eitt mark í sumar. Það var sigurmarkið gegn ÍA í Akraneshöllinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Með A-landsliðinu í janúar. Logi kom inn á í 0-2 sigri gegn Hondúras.
Með A-landsliðinu í janúar. Logi kom inn á í 0-2 sigri gegn Hondúras.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Logi Hrafn Róbertsson varð tvítugur í vikunni. Það kemur kannski einhverjum á óvart því hann er búinn að vera hluti af meistaraflokki FH síðan 2020. Hann reyndar spilaði sinn fyrsta leik árið 2019 og bætti svo átta leikjum við sumarið 2020.

Hann glímdi við meiðsli tímabilið 2022 sem útskýrir af hverju hann spilaði ekki meira en tólf deildarleiki það tímabilið og má segja að hann sé á sínu þriðja tímabili sem byrjunarliðsmaður í liðinu og er orðinn algjör lykilmaður.

Logi verður samningslaus í lok árs og erlend félög eru að fylgjast með honum. Fyrir 2-3 árum fór hann til æfinga hjá Hellas Verona og Willem II var með hann á blaði. Ekki hefur frést hvaða félög eru með augastað á kappanum í dag.

Logi er byrjunarliðsmaður í U21 landsliðinu og spilaði í janúar sinn fyrsta A-landsleik. Hann býr yfir reynslu af því að hafa bæði spilað sem miðvörður og miðjumaður.

Fótbolti.net ræddi við Davíð Þór Viðarsson um Loga Hrafn. Davíð er yfirmaður fótboltamála hjá FH.

„Það er ekkert launungarmál, og bara eðlilegt - á sínu fjórða tímabili í efstu deild þar sem hann hefur staðið sig mjög vel - að hann vilji athuga hvort að sé möguleiki fyrir sig að komast að hjá einhverju góðu liði erlendis. Samskiptin við hann eru góð, mjög jákvæð, og ég vona innilega að hann finni gott lið fyrir sig erlendis, hvort sem það verður í þessum glugga eða næsta. Hann veit alveg hvað hann hefur hjá okkur, ef hann finnur ekkert spennandi þá er ég mjög vongóður um að hann verði áfram hjá okkur þangað til að þessi erlendu félög fatta, það sem ég er löngu búinn að fatta, að hann er hrikalega góður leikmaður."

„Það er ekkert konkret núna. En með leikmann eins og Loga, sem er að spila svona vel, þá er eðlilegt að það sé einhver áhugi á honum erlendis frá,"
segir Davíð.

Sjá einnig:
„Finnst það persónulega dálítið skrítið" (24. ágúst '23)
Athugasemdir
banner
banner
banner