Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   fim 25. júlí 2024 22:17
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti einu heitasta liði deildarinnar um þessar mundir, Þrótti Reykjavík á Rafholtsvellinum í kvöld þegar 14.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Njarðvíkingar sem komust aftur á sigurbraut í síðustu umferð vonuðust til þess að halda sér á sigurbraut í kvöld en urðu að láta jafnteflið nægja.


Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  1 Þróttur R.

„Þetta er eiginlega bara rán finnst mér. Mér finnst við stýra þessum leik gjörsamlega. Færin sem við fáum hérna og við vorum lengi að ná inn fyrsta markinu og vissum að það yrði þolinmæðisverk." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leikinn í kvöld.

„Við vissum að Þróttararnir yrðu þéttir. Þeir eru með fimm aftast og fjóra þar fyrir framan þannig þeir leggja mikið upp úr varnarleik og svo koma þessu löngu boltar bara þegar þeir vinna boltana og viðssum það og vissum að þetta yrði þolinmæðisverk til þess að brjóta þá á bak aftur og ná þessu marki  og ég hefði viljað ná inn þessu öðru marki til þess að klára þennan leik og ekki lenda í því að það gerist eitthvað svona atriði eins og þeir fá vítið þarna og við endum á að fá bara eitt stig." 

Njarðvíkingar voru allt annað en sáttir undir restina og má vel færa rök fyrir þeirra pirringi en leikurinn leystist upp í smá vitleysu undir restina. 

„Þetta leysist upp í einhverja vitleysu. Því miður þá höfðu bara dómararnir ekki völd á þessum leik og það sást alveg í lokin. Ég held að það voru allir og mamma þeirra farnir að öskra hérna og ósáttir með dómgæsluna og þegar þetta er þannig þá er eitthvað að." 

Gunnar Heiðar fékk sjálfur rautt spjald í uppbótartíma og verður því í leikbanni þegar Njarðvíkingar mæta ÍBV í þjóðhátíðarleiknum um næstu helgi. 

„Mér er alveg sama hvort þetta sé þjóðhátíðarleikur eða hvað. Ég get alveg sagt þér það að núna er ég 42 ára og búin að vera í þessari íþrótt alla mína ævi og þetta er fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir neðan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner