Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. ágúst 2019 16:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
2. deild: Þrenna Andra kom í veg fyrir að Dalvík/Reynir blandaði sér í toppbaráttuna
Gífurlega mikilvæg þrjú stig fyrir Kára
Andri í leik með Kára gegn Völsungi í fyrra.
Andri í leik með Kára gegn Völsungi í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Dalvík/Reynir 1 - 3 Kári
0-1 Andri Júlíusson ('20)
0-2 Andri Júlíusson ('50)
1-2 Sveinn Margeir Hauksson ('74)
1-3 Andri Júlíusson ('83, víti)

Kári heimsótti í dag Dalvík/Reynir á nýja gervigrasið á Dalvíkurvelli.

Dalvík hefði með sigri getað fundið smjörþefinn af toppbaráttunni og verið fjórum stigum á eftir Leikni F. sem situr í 2. sætinu eftir leikina fyrr í dag. Fjórar umferðir eru eftir af deildinni.

Andri Júlíusson kom sá og sigraði á Dalvík í dag en hann skoraði þrjú mörk fyrir Kára og kom í veg fyrir að Dalvík/Reynir nálgaðist toppinn. Á sama tíma kom hann Kára sex stigum frá KFG í botnbaráttunni.

Sveinn Margeir Hauksson (2001) gerði eina mark Dalvíkur/Reynis. Sveinn Margeir gekk í raðir KA í júlí en var lánaður aftur til Dalvíkur út tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner