Valsmenn tóku á móti Vesta á N1 vellinum í dag þegar 20.umferð bestu deildar karla hóf göngu sína.
Valur hafði ekki unnið í tveim síðustu leikjum sínum í deildinni en gátu þó fagnað sigri hér í dag.
Lestu um leikinn: Valur 3 - 1 Vestri
„Mikið kjaftshögg að fá þetta mark á okkur úr fyrsta skotinu í rauninni á markið. Nokkrum mínútum eftir að Vestri fær rautt spjald og kannski þú hugsar að núna erum við einum fleirri en ég er mjög ánægður hvernig við svörum. Missum ekki haus og svona hægt og rólega þá tökum við stjórn á leiknum og skorum mark sem gefur okkur ró í hálfleik." Sagði Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals.
Valur urðu manni fleirri strax á 5. mínútu en Túfa vildi þó ekki meina að Valsmenn hefðu breytt sínu leikplani eftir það.
„Nei ég held ekki. Ég held að leikurinn væri að spilast þannig að við værum meira með boltann og þeir myndu beita skyndisóknum og taka sinn tíma í föstum leikatriðum. Við gátum skorað fleirri mörk og mikill karakter og alvöru hugarfar að snúa leiknum aftur eftir að lenda undir snemma."
Valsmenn fengu fullt af hornspyrnum í leiknum og var Túfa ekki ánægður með það hversu illa nýtt hornin voru.
„Svekktur sérstaklega því við erum búnir að eyða tíma núna á æfingarsvæðinu til að bæta föst leikatriði bæði varnarlega og sóknarlega og þetta bara sýnir að við verðum að æfa þetta meira."
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |