Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   sun 25. ágúst 2024 19:39
Stefán Marteinn Ólafsson
Túfa: Mjög ánægður með það hvernig við svörum
Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals
Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn tóku á móti Vesta á N1 vellinum í dag þegar 20.umferð bestu deildar karla hóf göngu sína. 

Valur hafði ekki unnið í tveim síðustu leikjum sínum í deildinni en gátu þó fagnað sigri hér í dag.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 Vestri

„Mikið kjaftshögg að fá þetta mark á okkur úr fyrsta skotinu í rauninni á markið. Nokkrum mínútum eftir að Vestri fær rautt spjald og kannski þú hugsar að núna erum við einum fleirri en ég er mjög ánægður hvernig við svörum. Missum ekki haus og svona hægt og rólega þá tökum við stjórn á leiknum og skorum mark sem gefur okkur ró í hálfleik." Sagði Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals.

Valur urðu manni fleirri strax á 5. mínútu en Túfa vildi þó ekki meina að Valsmenn hefðu breytt sínu leikplani eftir það.

„Nei ég held ekki. Ég held að leikurinn væri að spilast þannig að við værum meira með boltann og þeir myndu beita skyndisóknum og taka sinn tíma í föstum leikatriðum. Við gátum skorað fleirri mörk og mikill karakter og alvöru hugarfar að snúa leiknum aftur eftir að lenda undir snemma." 

Valsmenn fengu fullt af hornspyrnum í leiknum og var Túfa ekki ánægður með það hversu illa nýtt hornin voru.

„Svekktur sérstaklega því við erum búnir að eyða tíma núna á æfingarsvæðinu til að bæta föst leikatriði bæði varnarlega og sóknarlega og þetta bara sýnir að við verðum að æfa þetta meira." 


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner