Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 25. ágúst 2024 19:39
Stefán Marteinn Ólafsson
Túfa: Mjög ánægður með það hvernig við svörum
Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals
Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn tóku á móti Vesta á N1 vellinum í dag þegar 20.umferð bestu deildar karla hóf göngu sína. 

Valur hafði ekki unnið í tveim síðustu leikjum sínum í deildinni en gátu þó fagnað sigri hér í dag.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 Vestri

„Mikið kjaftshögg að fá þetta mark á okkur úr fyrsta skotinu í rauninni á markið. Nokkrum mínútum eftir að Vestri fær rautt spjald og kannski þú hugsar að núna erum við einum fleirri en ég er mjög ánægður hvernig við svörum. Missum ekki haus og svona hægt og rólega þá tökum við stjórn á leiknum og skorum mark sem gefur okkur ró í hálfleik." Sagði Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals.

Valur urðu manni fleirri strax á 5. mínútu en Túfa vildi þó ekki meina að Valsmenn hefðu breytt sínu leikplani eftir það.

„Nei ég held ekki. Ég held að leikurinn væri að spilast þannig að við værum meira með boltann og þeir myndu beita skyndisóknum og taka sinn tíma í föstum leikatriðum. Við gátum skorað fleirri mörk og mikill karakter og alvöru hugarfar að snúa leiknum aftur eftir að lenda undir snemma." 

Valsmenn fengu fullt af hornspyrnum í leiknum og var Túfa ekki ánægður með það hversu illa nýtt hornin voru.

„Svekktur sérstaklega því við erum búnir að eyða tíma núna á æfingarsvæðinu til að bæta föst leikatriði bæði varnarlega og sóknarlega og þetta bara sýnir að við verðum að æfa þetta meira." 


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner