Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 25. september 2022 17:10
Sverrir Örn Einarsson
Kristín Erna: Útlendingarnir okkar með martraðir
Kvenaboltinn
Kristín Erla Sigurlásdóttir
Kristín Erla Sigurlásdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta bara geggjaður sigur. Við erum að reyna að komast ofar í töfluna og viljum komast eins hátt og við getum svo þetta var bara mjög gott.“
Sagði Kristín Erna Sigurlásdóttir leikmaður ÍBV eftir 2-1 útisigur Eyjakvenna á liði Keflavíkur fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 ÍBV

Eyjaliðið hefur sýnt það í sumar og það getur staðið í hvaða liði sem er í Bestu deildinni. Fréttaritara lék forvitni á að vita hvað Kristín teldi að ÍBV þyrfti að gera til þess að stíga skrefinu lengra og fara að blanda sér í baráttuna ofar í töflunni.

„Við þurfum að reyna að halda í sama leikmannahóp og breikka hópinn aðeins. Mér fannst þegar törnin var hvað mest við ekki ná að halda í við bestu liðin þar sem þau eru með stærri hópa á meðan að við erum að keyra mikið á sömu leikmönnunum.“

Eins og allflestir vita hefur talsvert óveður gegnið yfir landið undanfarin sólarhring og hafði til að mynda þau áhrif að leik Þórs/KA og Stjörnunnar sem leika átti á Akureyri var frestað. Vestmannaeyingar eru öllu vanir og höfðu vaðið fyrir neðan sig og mættu til lands í gærdag til undirbúnings fyrir leikinn og eyddu nóttinni á hóteli í stað þess að velkjast um með Herjólfi í morgun í ferð sem var svo reyndar felld niður af skiljanlegum ástæðum.

„Við erum vanar að gera það. Á veturnar förum við alltaf í ferðir þar sem að við þurfum að gista og það var ekkert mál að koma í gær og fá bara fína nótt á hóteli og hafa það gott. Þetta var slæmt í vetur við fórum svo margar ferðir í Þorlákshöfn og útlendingarnir okkar með martraðir varðandi það. Við erum að fara heim núna frá Þorlákshöfn og ég held að þær séu ekkert mjög spenntar. “

Sagði Kristín Erna en viðtalið við hana má sjá í spilararnum hér að ofan.

Athugasemdir
banner