Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   sun 25. september 2022 17:10
Sverrir Örn Einarsson
Kristín Erna: Útlendingarnir okkar með martraðir
Kvenaboltinn
Kristín Erla Sigurlásdóttir
Kristín Erla Sigurlásdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta bara geggjaður sigur. Við erum að reyna að komast ofar í töfluna og viljum komast eins hátt og við getum svo þetta var bara mjög gott.“
Sagði Kristín Erna Sigurlásdóttir leikmaður ÍBV eftir 2-1 útisigur Eyjakvenna á liði Keflavíkur fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 ÍBV

Eyjaliðið hefur sýnt það í sumar og það getur staðið í hvaða liði sem er í Bestu deildinni. Fréttaritara lék forvitni á að vita hvað Kristín teldi að ÍBV þyrfti að gera til þess að stíga skrefinu lengra og fara að blanda sér í baráttuna ofar í töflunni.

„Við þurfum að reyna að halda í sama leikmannahóp og breikka hópinn aðeins. Mér fannst þegar törnin var hvað mest við ekki ná að halda í við bestu liðin þar sem þau eru með stærri hópa á meðan að við erum að keyra mikið á sömu leikmönnunum.“

Eins og allflestir vita hefur talsvert óveður gegnið yfir landið undanfarin sólarhring og hafði til að mynda þau áhrif að leik Þórs/KA og Stjörnunnar sem leika átti á Akureyri var frestað. Vestmannaeyingar eru öllu vanir og höfðu vaðið fyrir neðan sig og mættu til lands í gærdag til undirbúnings fyrir leikinn og eyddu nóttinni á hóteli í stað þess að velkjast um með Herjólfi í morgun í ferð sem var svo reyndar felld niður af skiljanlegum ástæðum.

„Við erum vanar að gera það. Á veturnar förum við alltaf í ferðir þar sem að við þurfum að gista og það var ekkert mál að koma í gær og fá bara fína nótt á hóteli og hafa það gott. Þetta var slæmt í vetur við fórum svo margar ferðir í Þorlákshöfn og útlendingarnir okkar með martraðir varðandi það. Við erum að fara heim núna frá Þorlákshöfn og ég held að þær séu ekkert mjög spenntar. “

Sagði Kristín Erna en viðtalið við hana má sjá í spilararnum hér að ofan.

Athugasemdir
banner