Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   sun 25. september 2022 17:10
Sverrir Örn Einarsson
Kristín Erna: Útlendingarnir okkar með martraðir
Kvenaboltinn
Kristín Erla Sigurlásdóttir
Kristín Erla Sigurlásdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta bara geggjaður sigur. Við erum að reyna að komast ofar í töfluna og viljum komast eins hátt og við getum svo þetta var bara mjög gott.“
Sagði Kristín Erna Sigurlásdóttir leikmaður ÍBV eftir 2-1 útisigur Eyjakvenna á liði Keflavíkur fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 ÍBV

Eyjaliðið hefur sýnt það í sumar og það getur staðið í hvaða liði sem er í Bestu deildinni. Fréttaritara lék forvitni á að vita hvað Kristín teldi að ÍBV þyrfti að gera til þess að stíga skrefinu lengra og fara að blanda sér í baráttuna ofar í töflunni.

„Við þurfum að reyna að halda í sama leikmannahóp og breikka hópinn aðeins. Mér fannst þegar törnin var hvað mest við ekki ná að halda í við bestu liðin þar sem þau eru með stærri hópa á meðan að við erum að keyra mikið á sömu leikmönnunum.“

Eins og allflestir vita hefur talsvert óveður gegnið yfir landið undanfarin sólarhring og hafði til að mynda þau áhrif að leik Þórs/KA og Stjörnunnar sem leika átti á Akureyri var frestað. Vestmannaeyingar eru öllu vanir og höfðu vaðið fyrir neðan sig og mættu til lands í gærdag til undirbúnings fyrir leikinn og eyddu nóttinni á hóteli í stað þess að velkjast um með Herjólfi í morgun í ferð sem var svo reyndar felld niður af skiljanlegum ástæðum.

„Við erum vanar að gera það. Á veturnar förum við alltaf í ferðir þar sem að við þurfum að gista og það var ekkert mál að koma í gær og fá bara fína nótt á hóteli og hafa það gott. Þetta var slæmt í vetur við fórum svo margar ferðir í Þorlákshöfn og útlendingarnir okkar með martraðir varðandi það. Við erum að fara heim núna frá Þorlákshöfn og ég held að þær séu ekkert mjög spenntar. “

Sagði Kristín Erna en viðtalið við hana má sjá í spilararnum hér að ofan.

Athugasemdir
banner