Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. nóvember 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
Forseti Napoli sektar leikmenn um 2,5 milljónir evra
Aurelio De Laurentiis forseti Napoli.
Aurelio De Laurentiis forseti Napoli.
Mynd: Getty Images
Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, hefur sektað leikmenn liðsins um 25% af mánaðarlaunum þeirra eða samtals 2,5 milljónir evra.

Napoli stefndi á titilbaráttu á þessu tímabili en liðið er í sjöunda sæti eftir fimm leiki í röð án sigurs.

Á dögunum vildi De Laurentiis senda leikmenn í viku æfingabúðir á æfingasvæði félagsins. Leikmenn og þjálfarinn Carlo Ancelotti neituðu við litla hrifningu De Laurentiis.

De Laurentiis hefur nú sektað leikmenn um 25% af mánaðarlaununum fyrir vikið en um er að ræða hæstu mögulegu sekt.

Öllum leikmönnum Napoli hefur verið bannað að tjá sig í fjölmiðlum og þá er óvíst hvort Ancelotti mæti sjálfur á fréttamannafund á morgun fyrir leikinn gegn Liverpool á miðvikudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner