Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 25. nóvember 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo vildi ekki skipta á treyjum við leikmann Ferencvaros
Cristiano Ronaldo, stórstjarna Juventus.
Cristiano Ronaldo, stórstjarna Juventus.
Mynd: Getty Images
Marcel Heister, leikmaður Ferencvaros í Ungverjalandi, hefur greint frá því að Cristiano Ronaldo, stórstjarna Juventus, hafi neitað því að skipta á treyjum við hann.

Ronaldo spilaði 90 mínútur í 4-1 sigri Juventus á Ferencvaros í Meistaradeildinni þann 4. nóvember síðastliðinn.

Ronaldo lagði upp í leiknum en honum tókst ekki að skora og var hann pirraður að leik loknum.

„Hann virtist vera pirraður og reiður. Hann veifaði bara þegar ég bað hann um að skipta á treyjum. Kannski var það vegna þess að hann skoraði ekki. Eða kannski var það af því að ég tók boltann af honum. Það var mynd af því á Instagram; það var fallegasta upplifun lífs míns," sagði Heister við Goal.

Juventus vann Ferencvaros aftur í gær og er komið áfram í Meistaradeildinni. Í þeim leik skoraði Ronaldo.

Ronaldo komst í fréttirnar á EM 2016 þegar hann vildi ekki skipta á treyju við Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliða Íslands, eftir 1-1 jafntefli. Hann gagnrýndi þá einnig spilamennsku Íslands eftir leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner