Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
   mán 26. janúar 2026 21:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Frá Barcelona til PSG (Staðfest)
Mynd: PSG
Hinn 18 ára gamli Dro Fernandez er genginn til liðs við PSG frá Barcelona en hann skrifar undir samning til ársins 2030 við franska félagið.

Fernandez kom inn í akademíu Barcelona árið 2022 eftir að hafa hafnað bæði Real Betis og Real Madrid. Hann æfði með aðalliðinu á undirbúningstímabilinu og skoraði í fyrsta leik sínum er hann kom inn á í 3-1 sigri á Vissel Kobe í æfingaleik í Japan.

Hann kom við sögu í fimm leikjum hjá Barcelona á tímabilinu en tjáði Hansi Flick stuttu 18 ára afmælið sitt að hann vildi yfirgefa félagið.

Hann var með 6 milljón evra riftunarákvæði í samningi sínum en Fabrizio Romano greinir frá því að PSG borgi rúmlega 8 milljónir evra til að halda góðu sambandi milli félaganna.

Spænski og franski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn




Smelltu hér til að kaupa áskrift að Livey

Athugasemdir
banner
banner