Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Nýtt sjónarhorn sýnir að Arnar gerði rétt með því að dæma mark Vals ólöglegt
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
   sun 26. mars 2023 19:32
Hafliði Breiðfjörð
Vaduz
Guðlaugur Victor: Þetta var barnalegt
Icelandair
Gulli fagnar með Aroni Einari fyrirliða sem skoraði þrennu í kvöld.
Gulli fagnar með Aroni Einari fyrirliða sem skoraði þrennu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er ekkert sjálfgefið að koma hingað og skora sjö og ekkert sjálfgefið heldur eftir síðasta leik. Það er frábært að við höfum spilað eins og við gerðum og klárað þetta vel," sagði Guðlaugur Victor Pálsson varnarmaður Íslands eftir 0-7 sigur á Leichtenstein ytra í undankeppni EM í kvöld.


Lestu um leikinn: Liechtenstein 0 -  7 Ísland

Það var vel ljóst á honum að 0-3 tap gegn Bosníu/Herzegóvínu í vikunni sat í honum.

„Við þurfum að læra af þessum Bosníuleik. Ég er rosalega ánægður hvernig við svöruðum í dag en við vitum alveg að Liechtenstein er ekki gott lið. Það er samt ekki sjálfsagt og sjálfgefið að koma hingað og klára þetta. Við vitum alveg að ef við hefðum ekki unnið í dag þá hefði orðið allt ennþá meira vitlaust," sagði hann.

„Bosníuleikurinn situr mjög mikið í mér, ég var hundfúll og við vorum það allir. Það var barnalegt hvernig við spiluðum, barnalegt hvernig við komum út í þann leik og vörðumst og vorum sem lið. Það er ekkert í boði! Ef þú vilt komast á stórmót er það ekki í boði og mig langar að komast á stórmót. Mig langar að gera þetta almennilega og við viljum það allir."


Athugasemdir
banner