Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   mán 26. apríl 2021 14:30
Magnús Már Einarsson
Bailly mun líklega framlengja
Eric Bailly er nálægt því að gera nýjan samning við Manchester United samkvæmt frétt ESPN.

Hinn 27 ára gamli Bailly hefur verið lengi í viðræðum um samning en hann hefur ekki verið ánægður með að vera ekki ofar í goggunarröðinni hjá Ole Gunnar Solskjær.

Góður gangur er nú í samningaviðræðunum og Bailly er nálægt því að skrifa undir fjögurra ára framlengingu.

Bailly kom til Manchester United frá Villarreal á Spáni á 30 milljónir punda árið 2016.
Athugasemdir
banner