sun 26. maí 2024 20:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Dramatísk lokaumferð - Roma fer ekki í Meistaradeildina
Mynd: EPA

Nú er orðið ljóst að fimm lið frá Ítalíu verða í Meistaradeildinni á næstu leiktíð en Roma vonaðist til að komast inn sem sjötta liðið.


Atalanta þurfti að enda í 5. sæti til að Ítalía myndi fá aukasæti en Atalanta lagði Torino í dag þar sem Ademola Lookman var á skotskónum en hann skoraði þrennu þegar liðið vann Evrópudeildina á dögunum.

Atalanta getur endað í þriðja sæti með sigri á Fiorentina í síðasta leik deildarinnar um næstu helgi.

Roma fer í Evrópudeildina en liðið tapaði gegn Empoli sem bjargaði sér frá falli með sigurmarki í uppbótatíma. Lazio fylgir Roma í Evrópudeildina eftir jafntefli gegn Sassuolo sem mun spila í Seríu B á næstu leiktíð.

Þá skoraði Marko Arnautovic bæði mörk meistaranna í Inter þegar liðið gerði jafntefli gegn Verona. Alexis Sanchez skoraði í uppbótatíma en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Þá gulltryggði Udinese sér áframhaldandi veru í deildinni eftir sigur á Frosinone sem féll.

Atalanta 3 - 0 Torino
1-0 Gianluca Scamacca ('26 )
2-0 Ademola Lookman ('43 )
3-0 Mario Pasalic ('71 , víti)

Empoli 2 - 1 Roma
1-0 Matteo Cancellieri ('13 )
1-1 Houssem Aouar ('45 )
2-1 M'Baye Niang ('90 )

Frosinone 0 - 1 Udinese
0-1 Keinan Davis ('76 )

Verona 2 - 2 Inter
0-1 Marko Arnautovic ('10 )
1-1 Tijjani Noslin ('16 )
2-1 Tomas Suslov ('37 )
2-2 Marko Arnautovic ('45 )

Lazio 1 - 1 Sassuolo
1-0 Mattia Zaccagni ('60 )
1-1 Mattia Viti ('66 )

Napoli 0 - 0 Lecce


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 9 7 0 2 16 8 +8 21
2 Roma 9 7 0 2 10 4 +6 21
3 Inter 9 6 0 3 22 11 +11 18
4 Milan 9 5 3 1 14 7 +7 18
5 Como 9 4 4 1 12 6 +6 16
6 Bologna 9 4 3 2 13 7 +6 15
7 Juventus 9 4 3 2 12 9 +3 15
8 Cremonese 9 3 5 1 11 10 +1 14
9 Atalanta 9 2 7 0 13 7 +6 13
10 Udinese 9 3 3 3 11 15 -4 12
11 Torino 9 3 3 3 8 14 -6 12
12 Lazio 8 3 2 3 11 7 +4 11
13 Sassuolo 8 3 1 4 8 9 -1 10
14 Cagliari 8 2 3 3 8 10 -2 9
15 Parma 9 1 4 4 4 9 -5 7
16 Lecce 9 1 3 5 7 14 -7 6
17 Verona 9 0 5 4 5 14 -9 5
18 Pisa 8 0 4 4 5 12 -7 4
19 Fiorentina 9 0 4 5 7 15 -8 4
20 Genoa 9 0 3 6 4 13 -9 3
Athugasemdir
banner
banner