Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   sun 26. maí 2024 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ten Hag: Var allt í rugli þegar ég tók við
Erik ten Hag fær medalíu frá Vilhjálmi Bretaprins
Erik ten Hag fær medalíu frá Vilhjálmi Bretaprins
Mynd: EPA

Erik ten Hag stjóri Man Utd vann annan bikarinn sinn með félaginu í gær þegar liðið vann Man City 2-1 í úrslitum enska bikarsins.


Liðið vann enska deildarbikarinn á síðustu leiktíð en tapaði þá í enska bikarnum. Ten Hag hefur verið mikið gagnrýndur en hann er mjög stoltur af sínum áfanga síðaan hann tók við sumarið 2022.

„Þegar ég tók við var allt í rugli. Liðið hefur ekki spilað marga úrslitaleiki undanfarinn áratug, ekki unnið marga titla og ekki margir ungir og spennandi leikmenn komið upp," sagði Ten Hag.

„Nú er liðið að vinna bikara og er með ákveðinn leikstíl en maður þaarf leikmenn til að vera klárir."


Athugasemdir
banner
banner