Arnór Borg Guðjohnsen hefur ekki byrjað undanfarna leiki með Fylki. Hann verður samningslaus í haust og hefur verið orðaður við Breiðablik, Víking og FH að undanförnu.
Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkis, fullyrti á dögunum að Arnór myndi klára tímabilið með Fylki. Guðmundur Aðalsteinn, fréttaritari Fótbolta.net, ræddi við Atla Svein eftir tapleikinn gegn KR í kvöld og spurði hann út í stöðuna á Arnóri og hvers vegna hann væri ekki að byrja leiki.
Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkis, fullyrti á dögunum að Arnór myndi klára tímabilið með Fylki. Guðmundur Aðalsteinn, fréttaritari Fótbolta.net, ræddi við Atla Svein eftir tapleikinn gegn KR í kvöld og spurði hann út í stöðuna á Arnóri og hvers vegna hann væri ekki að byrja leiki.
Lestu um leikinn: KR 4 - 0 Fylkir
„Aðallega meiðsli, veikindi. Hann var veikur núna um helgina og við treystum honum ekki alveg í 90 mínútur. Það er skýringin á því," sagði Atli Sveinn.
Arnór greindist með Covid í upphafi mánaðar og þar á undan var hann að glíma við meiðsli. Hann byrjaði síðast fyrir Fylki í deildinni í 4-2 sigri á Keflavík 21. maí.
Viðtalið við Atla má sjá í heild sinni hér að neðan.
Athugasemdir