Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Gortezka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
   mán 26. júlí 2021 19:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikmaður Leiknis smitaður og leikmannahópurinn kominn í sóttkví
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Lið Leiknis er komið í sóttkví þar sem leikmaður liðsins hefur greinst með Covid-19 veiruna.

Leikmaðurinn tók ekki þátt í leik Leiknis og KA í gær.

Næsti leikur Leiknis samkvæmt leikjaplani á að fara fram eftir átta daga þegar Leiknir á leik í Árbænum gegn Fylki.

Um helgina var tveimur leikjum frestað í Lengjudeildinni vegna smita í leikmannahópi Víkings Ólafsvíkur og í leikmannahópi Kórdrengja.

Þá hefur leik Fylkis og Vals í Pepsi Max-deild kvenna verið frestað vegna smits í leikmannahópi Fylkis.
Athugasemdir
banner
banner