Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. júlí 2022 09:25
Elvar Geir Magnússon
Chelsea horfir í kringum sig eftir varnarmanni
Powerade
Thomas Tuchel þarf að styrkja vörn sína.
Thomas Tuchel þarf að styrkja vörn sína.
Mynd: EPA
Nordi Mukiele er meðal leikmanna sem Chelsea horfir til.
Nordi Mukiele er meðal leikmanna sem Chelsea horfir til.
Mynd: EPA
Charles De Ketelaere.
Charles De Ketelaere.
Mynd: EPA
Innilega velkomin með okkur í slúðurpakkann. Kounde, Torres, Werner, Scamacca, De Ketelaere og Memphis eru meðal leikmanna sem koma við sögu í pakka dagsins.

Hætta er á því að tilraunir Chelsea til að fá Jules Kounde (23) frá Sevilla renni út í sandinn en forráðamenn Barcelona eru orðnir bjartsýnni á að geta landað franska miðverðinum. (Guardian)

Ef Kounde fer ekki til Chelsea mun enska félagið horfa til spænska miðvarðarins Pau Torres (25) hjá Villarreal, slóvakíska miðvarðarins Milan Skriniar (27) hjá Inter og króatíska varnarmannsins Josko Gvardiol (20) sem er hjá RB Leipzig. Frakkarnir Dayot Upamecano (23) og Benjamin Pavard (26) hjá Bayern München eru einnig mögulegir kostir. (90 Min)

Chelsea hefur boðið RB Leipzig að fá þýska sóknarmanninn Timo Werner (26). Lundúnafélagið ætlar að reyna að skáka Paris St-Germain í baráttunni um franska varnarmanninn Nordi Mukiele (24) hjá þýska félaginu. (Foot Mercato)

Chelsea ætlar að koma í veg fyrir að Barcelona fái bakverðina Marcos Alonso (31) og Cesar Azpilicueta (32) því spænska félagið er að reyna að krækja í Kounde. (Sport)

West Ham hefur gert samkomulag við ítalska sóknarmanninn Gianluca Scamacca (23) um kaup og kjör. Hann er á leið í læknisskoðun áður en hann kemur fyrir 35,5 milljónir punda frá Sassuolo. (Guardian)

AC Milan íhugar að hækka tilboð sitt í belgíska sóknarmiðjumanninn Charles de Ketelaere (21) sem hefur verið orðaður við Leeds United. (Calciomercato)

West Ham hefur hafnað 15 milljóna punda tilboði frá Fulham í franska miðvörðinn Issa Diop (25). (L'Equipe)

AC Milan vill fá Hakim Ziyech (29), vængmann Chelsea, og marokkóski sóknarleikmaðurinn vill fara til ítalska stórliðsins. (Calciomercato)

Lyon er tilbúið að hlusta á tilboð í brasilíska miðjumanninn Lucas Paqueta (24) sem hefur verið orðaður við Arsenal. (Metro)

Nígeríski sóknarmaðurinn Victor Osimhen (23) segir að vangaveltur um sína framtíð séu bara sögusagnir og hann sé ofboðslega ánægður hjá Napoli. (Corriere dello Sport)

Nottingham Forest hefur komist að samkomulagi um kaup á belgíska miðjumanninum Orel Mangala (24) frá Stuttgart fyrir 12,75 milljónir punda. (Athletic)

Xavi, stjóri Barcelona, hefur sagt Memphis Depay (28) að hann ætti að líta í kringum sig að öðru félagi eftir kaup Börsunga á Robert Lewandowski (33) og Raphinha (25). (AS)

Alexis Sanchez, leikmaður Inter og fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester United, íhugar að fara til Marseille. Sanchez á ár eftir af samningi við Inter. (Corriere dello Sport)
Athugasemdir
banner
banner